Nýtt Íslandsmet í Járnmanni!

“Swim 2.4 miles! Bike 112 miles! Run 26.2 miles! Brag for the rest of your life!”

Þessi fleygu orð stóðu í keppnislýsingu fyrir fyrstu Ironman-keppnina sem fór fram á Havaí 1978. Fyrir fylgismenn metrakerfisins eru þetta 3.8km sund, 180 km á hjóli og síðan tekur við maraþon, 42,2 km. Hver áfangi fyrir sig er ærin þrekraun enda geta þau sem ljúka þessari keppni verið ánægð með sig. Þetta köllum við Járnmann og skráum bestu tíma karla og kvenna.

Sumarið 1994 varð Einar Jóhannsson fyrstur Íslendinga til að taka þátt í Ironman. Það var í Roth í Þýskalandi, frægasta Járnmanni heims fyrir utan heimsmeistaramótið í Kona á Havaí. Þetta er rómuð keppni og eftirsótt, yfirleitt selst upp á stundarfjórðungi í hana og stemmningin er engu lík eins og sjá má í þessu myndbandi frá 2014.

Í Roth hafa náðst bestu heimstímar karla og kvenna og svo var einnig í dag. Jan Frodeno bætti karlametið um sex mínútur, lauk keppni á 7:35,39. Og fulltrúi okkar Íslendinga var Geir Ómarsson, félagi í Ægir3 í Reykjavík sem hafði æft eins og berserkur og uppskar samkvæmt því. Hann bætti tíma Stefáns Guðmundssonar frá Kaupmannahöfn 2014 um 7 mínútur og 23 sekúndur, kom í mark á 8 stundum, 49 mínútum og 6 sekúndum.  Hann er í 22. sæti í þessari firnasterku keppni eins og sjá má á úrslitalistanum neðst í færslunni.

20160717_152025

Geir Ómarsson fagnar nýju Íslandsmeti í Járnmanni!

SkjáskotGeir

Hvað viltu segja?

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.