Vér Lionsmenn
Ég hef aldrei verið í karlaklúbb. Það er sjálfsagt vegna þess að þar er mönnum boðin innganga. Einu sinni stóð mér þetta til boða. Þá var ég að kenna á Ljósafossi í Grímsnesi og boðað var til undirbúningsfundar fyrir stofnun Lionsklúbbs fyrir Grímsnes og Grafning. Við Börkur, samkennari minn, settum upp bindi og mættum á staðinn, enda kaffi og kökur í boði sem við vorum ekki vanir að hafna. Fundinum stjórnaði útsendari Lionsveldisins í Reykjavík, hraðmælskur maður, sem naut þess að hlusta á sjálfan sig og komst þarna í feitt því sveitamennirnir voru fámálir og feimnir og við Börkur aðallega með fullan munninn.
Smám saman komumst við að því að Lions yrði fjárhag okkar ofviða. Fjáröflunin átti aðallega að felast í því að sekta félagsmenn fyrir allan andskotann og gott betur. Við fundum bráðlega að þessi klúbbur myndi seint hafa okkur á félagaskrá og fórum því að taka virkari þátt í fundarstörfum. Heiti klúbbsins átti að tengjast Þingvallasvæðinu. Við stungum upp á Almannagjá. Eftir stutta þögn var samþykkt einróma að klúbburinn héti Skjaldbreið. Við vorum ekki boðaðir á stofnfundinn.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.