Karlafélagið mitt


Ég hef aldrei verið í karlaklúbb. Það er sjálfsagt vegna þess að þar er mönnum boðin innganga. Einu sinni stóð mér þetta til boða. Þá var ég að kenna á Ljósafossi í Grímsnesi og boðað var til undirbúningsfundar fyrir stofnun Lionsklúbbs fyrir Grímsnes og Grafning. Við Börkur, samkennari minn, settum upp bindi og mættum á staðinn, enda kaffi og kökur í boði sem við vorum ekki vanir að hafna. Fundinum stjórnaði útsendari Lionsveldisins í Reykjavík, hraðmælskur maður, sem naut þess að hlusta á sjálfan sig og komst þarna í feitt því sveitamennirnir voru fámálir og feimnir og við Börkur aðallega með fullan munninn. Gott bakkelsi í sveitinni.
Smám saman komumst við að því að Lions yrði fjárhag okkar ofviða og kennaralaunin voru þá ekki til skiptanna, ekki frekar en núna. Fjáröflunin átti aðallega að felast í því að sekta félagsmenn fyrir allan andskotann og gott betur. Við fundum bráðlega að þessi klúbbur myndi seint hafa okkur á félagaskrá og fórum því að taka virkari þátt í fundarstörfum. Heiti klúbbsins átti að tengjast Þingvallasvæðinu. Við stungum upp á Almannagjá. Eftir stutta þögn var samþykkt einróma að klúbburinn héti Skjaldbreið. Við vorum ekki boðaðir á stofnfundinn.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s