Hvað heitir myndin?
Nú er Gullhnattarhátíðin að baki og Óskarinn nálgast óðfluga. Þar eru margar myndir tilnefndar til verðlauna. Eins og Mbl. hefur sýnt fram á undanfarin ár, er hægt að þýða öll heiti kvikmynda og þátta á íslensku. Ríkíssjónvarpið hefur oft komið fram með góðar þýðingar og má þar nefna Beðmál í borginni, Prúðuleikararnir og Spítalalíf. Aðrir þættir með íslensk heiti eru Vesturálman, Bráðavaktin, Sporlaust, Rólegan æsing, Vík milli vina, Mörk óttans, Stjörnuleitin, Handlaginn heimilisfaðir og svo mætti lengi telja. Íslensku heitin verða alltaf þægilegri. Í Gullhnattarþættinum voru öll heiti íslenskuð sem kostur var á. Þar voru nefndar myndir eins og Glötuð þýðing, Kaldafjall, Hilmir snýr heim, Meistari og foringi, Síðasti samúræinn, Dulá og Eitthvað verður undan að láta. Einnig er kvikmyndin Gæðingurinn nefnd til Óskarsverðlauna. Fréttablaðsmenn mættu vel draga fram orðabókina og nota hana. Þar er nær útilokað að finna íslenskt heiti kvikmyndar eða þáttar.
Ég vil þýða allt sem hægt er að þýða. Þótt einhverjum þyki íslensku nöfnin púkaleg þá verður að hafa það.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.