Náriðill

NáriðillinnNáriðillinn
Á HM og EM í knattspyrnu þykja riðlar mismunandi erfiðir og sá sem þykir verst að lenda í er oft kallaður dauðariðillinn. Af stráksskap mínum gerði ég nokkrar tilraunir til að kalla hann náriðil í skjátextum, bæði fyrir HM 98 og 02 en fékk því ekki framgengt. Annars las ég góða samlíkingu um daginn á þá leið að fátt væri verra en að vita af náriðli sem yfirmanni útfararstofu. Aðeins eitt tæki því fram og það væri pedófíll sem yfirmaður munaðarleysingjahælis. Hvað þá ef kvikindið er næturvörður á hælinu. Svona getur mannskepnan verið illa þenkjandi á föstudegi.
Það er svo auðvelt að misskilja orð. Einhverju sinni þýddi ég mynd um svaðilfarir manna í óbyggðum, leiddist verkið því kominn var föstudagur og fiðringur í mig og þegar einn mannanna festi fótinn kallaði ég festuna leggöng. Þetta fór ekki fram hjá prófarkalesara og fékk ég bágt í hattinn fyrir barnaskapinn.
Við hádegisverðarborðið hér á Laugaveginum barst í tal Sigurður veðurfræðingur á Stöð 2 sem hefur mest álit á sjálfum sér og það fer ekki fram hjá glöggum áhorfendum hvað Jóhönnu og Þórhalli finnst um að fá þetta bólstraský að borðinu sínu. Þá varð til nýyrðið meterósexúal eða kynþokkafullur veðurfræðingur.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.