Náriðill

NáriðillinnNáriðillinn
Á HM og EM í knattspyrnu þykja riðlar mismunandi erfiðir og sá sem þykir verst að lenda í er oft kallaður dauðariðillinn. Af stráksskap mínum gerði ég nokkrar tilraunir til að kalla hann náriðil í skjátextum, bæði fyrir HM 98 og 02 en fékk því ekki framgengt. Haukfránar prófarkir þreyttust seint á að fjarlægja þetta orð úr skjátextahandritum mínum og það komst aldrei á skjáinn.

Í niðurskurðaræði á Stöð 2 þar sem fólki var reglulega sagt upp án þess að málið færi fyrir dómstóla og væri kallaður harmleikur, líkt og nú er gert í vinnuverndarmáli sem er fyrir Héraðsdómi, fengu áðurnefndar haukfránar prófarkir reisupassann. Eftir það var þýðendum uppálagt að bera ábyrgð á eigin texta.

Síðan fækkaði íþróttaþýðingum hjá mér og þær færðust inn á borð húsþýðenda. Arnór Hauksson (maðurinn sem fann upp Höskuldarviðvörunina) sá þá til þess að náriðillinn færi á skjáinn. Hans verður minnst á degi þýðenda fyrir þetta og mærður meðan grasið grær og vatnið rennur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.