Til munns og handa


Þegar Lewinsky-málið var í mestu hámæli, þurfti oft að þýða ummæli í erlendum fréttum og tókum við fréttaþýðendur eftir því að fréttastjórum var umhugað um að orðalagið væri eins hlutlaust og mögulegt væri. Ég man eftir löngu samtali við vaktstjóra, vammlausan framsóknarmann og hlutlausan eins og best gerðist á RÚV, sem þráspurði mig hvort það væri ekki þýðingarvilla að kalla Monicu Lewinsky „greiðvikna.“ Á svona vöktum bar maður orðabókina með sér í plastpoka til að hafa hana tiltæka.
Svo kom að yfirlýsingu Bills sem barst að loknum fréttatímanum kvöld eitt, var um 50 mínútur og búið var að auglýsa að hún yrði sýnd í heild eftir ellefufréttir. Við MK skiptum þessu á milli okkar og þýddum eins hratt og auðið var því tíminn var naumur en um leið mátti hvergi gera villur. Í mínum hluta var farið fögrum orðum um ungfrú Lewinsky og mér fannst sjálfsagt að verða þjóðlegur um stund og þýddi ein ummæli Bills á þessa leið: „Hún var vel að sér til munns og handa.“
Þeir sem muna hvernig samskipti þeirra voru á kynferðissviðinu geta lesið sitthvað út úr þessum orðum. Tvíræðnina í þessu uppgötvaði ég ekki fyrr en að verkinu loknu en þá var orðið of seint að gera eitthvað. MK var sestur við útsendingartölvuna og spólan farin af stað. Enginn tók eftir þessu á fréttastofunni í þetta sinn en úti í bæ herma heimildir að fólk hafi rekið upp stór augu og höfum við oft verið minntir á þetta síðan.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.