Örn eða egó?

Það getur verið snúið að þýða beint af VHS-spólu án handrits og verða að greina allt sem er sagt. Þannig verða mistökin til. Fræg er þýðingin: „Augun til vinstri og nefin til hægri.“ Þar hafði fréttaþýðandi á RÚV, endur fyrir löngu, aðeins hljóðsnældu til að vinna eftir og vissi víst ekkert um hvað fréttin fjallaði. Hefði mynd fylgt spólunni hefði hann séð að þarna var sagt frá atkvæðagreiðslu í breska þinginu þar sem já-menn fóru í sal til vinstri en nei-menn til hægri.
Ég datt í þessa gryfju á fimmtudaginn. Ameríska stjörnuleitin er á minni könnu þessar vikurnar. Þar er oft mikið talað en lítið sagt. Þar var kynnirinn Ryan Seacrest að kynna Simon Cowell dómara, kjaftforan en hreinskilinn Breta, sem mörgum þykir monthani og hrokagikkur hinn mesti. Ryan kom inn á þessa eiginleika Símonar og sagði síðan: „The Eagle has landed.“ Ég var harður á því að Ryan hefði brugðið á orðaleik og sagt: „The Ego has landed.“ Því varð skjátextinn: „Sjálfbirgingurinn er mættur.“
Ég fékk síðan vinsamlegt bréf frá kollega mínum með ábendingum um að þarna hefði ég skriplað á skötunni. Sagan á bak við „The Eagle has landed“ er alkunn og þekktum við hana bæði. Ég varði mína afstöðu í svari en hlustaði síðan á spóluna í morgun aftur og aftur. Ég hafði rangt fyrir mér.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s