Fermingin

Margt hefur orðið til þess undanfarna daga að rifja upp kynnin af séra Baldri í Vatnsfirði. Ég eignaðist vestfirskar skopsögur á bókamarkaðnum um daginn og þar eru margar sögur af prestinum. Hann kemur fyrir sjónir lesandans sem orðheppinn, skemmtilegur, víðlesinn heimsborgari, sem þótti gott í staupinu. Einhvern veginn grunar mann að þeir dái klerkinn mest sem þekkja hann minnst. Hver hefur sinn smekk.
Séra Baldur fermdi mig en með fortölum. Þetta var kalt vor í sveitinni og varð enn kaldara sumar og þegar fréttist af heimsóknum prestsins til fermingasystkina minna hist og her í sveitinni og góður félagi minn kvartaði undan löngum sálmum sem hann varð að læra yfir sauðburðinum fór foreldra mína að gruna ýmislegt. Ég hafði litlar áhyggjur af þessu enda vorverkin mörg en þegar tvær vikur voru til fermingar og allt til reiðu nema presturinn og fermingarbarnið var gengið í málið. Hvað pabba og prestinum fór á milli hef ég ekki á hreinu. Hitt veit ég að hann kom frameftir, ók hratt, strunsaði inn í stofu án þess að heilsa fólki og settist þar brúnaþungur. Ég var sóttur út á tún og sendur inn til hans. Þetta varð vandræðaleg stund.
Séra Baldur setti mér fyrir sálm og trúarjátninguna. Ég lærði hvort tveggja. Hann kom aftur tveimur dögum seinna og talaði um kynlíf þar til sakleysingjanum var farið að líða frekar illa og svitna ótæpilega. Hann hlýddi mér ekki yfir neitt og talaði nær ekkert um guð og hans skyldulið. Ég veit núna að þessi atburðarás átti sér ástæður og aðdraganda sem er of flókið mál til að lýsa.

Sjálf athöfnin var eins og óæft leikrit. Ef ekki væri til mynd af okkur fjórum í hvítum sloppum fyrir utan kirkjuna, gæti ég fullyrt að ég væri ófermdur. Þessi uppákoma fyllti mig óbeisluðum mótþróa sem lauk með úrsögn úr þjóðkirkjunni löngu síðar. Það veldur þó engum búksorgum því flest allt í tilverunni er merkilegra en biblían og guðið og auðvelt að vera án þess.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s