Skyggnilýsingar og álfakort

Már Högnason varð þess snemma áskynja að hann er rammskyggn. Þetta uppgötvaði hann af tilviljun á fullorðinsárum þegar Erla Stefánsdóttir átti leið hérna um hverfið með fjölda Reykvíkinga í eftirdragi, stóð við Hellisgerðið og benti á fjölbýli álfa, huldufólks og dverga. Már sá allt sem Erla benti á en þegar hún otaði sleikifingrinum að steinsteyptri vörðu hér við garðvegginn, mosagróinni og ellilegri og staðhæfði að þar byggi roskinn dvergur, sá Már að hann var Erlu betri að því leyti að hann sá ekkert í steypunni.
Árið eftir kom Hringadróttinssaga út í íslenskri þýðingu og aftur birtist Erla í Firðinum, hafði greinilega lesið bókina, því dvergum og hobbitum hafði fjölgað til muna í Hellisgerði. Már ákvað eftir þetta að leggja stund á hjáfræði, var enda viss um að hann væri heilari að upplagi og auglýsti í bæjarblaði að hann tæki að sér að leggja hendur á fólk. Þessi auglýsing fékk blendin viðbrögð og þegar liðagigtarveikt gamalmenni hringdi sama kvöld og dimmraddaður „kaupsýslumaður“ sem vantaði handrukkara, ákvað Már að leggja hjáfræði á hilluna.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.