Tvíræðni og margræðni

Vandi þýðandans er margvíslegur. Í dag sat ég yfir kvikmyndinni „Girl Fever“, léttdjarfri rómantískri gamanmynd þar sem handritshöfundur fór oft mikinn. Fyrir utan bersögli um kynlífsathafnir eru nokkur atriði sem ég er enn að glíma við og verð að leysa fyrir hádegi á morgun. Þá verður að skila verkinu.
1. Aðalgaurinn í myndinni er drátthagur í orðsins fyllstu merkingu. Hann er lipur með blýant og penna og snarar fram teikningum, enda kveðst hann aðspurður vera „the fastest draw in the West.“
2. Til að gleðja þunglyndislega kvenhetju myndarinnar prúðbúast þau hjúin fyrir hrekkjavöku. Hann teiknar gosflösku kringum hægra augað og kveðst vera „Popeye.“
3. Hennar búningur er nærkjóll, þunnildislegur og þokkafullur. Á hann er teiknuð stór mynd af Sigmundi Freud. Mærin spyr: „Hvað er ég?“ Hann svarar: „Þú, mín kæra, ert Freudian slip.“
Fyrstu tvö atriðin hef ég þegar leyst en er ekki alfarið sáttur. Það þriðja, hinn freudíski nærkjóll, er öllu verri viðfangs. Þar sem Sigmundur heitinn var í dálæti hjá mér í skóla veit ég mætavel hvað þetta þýðir og hvað það táknar þegar fólki verður svona fótaskortur á tungunni. En mynd af karlinum á kjólnum… Ég skal ekki segja.
Þeir sem henda löngum gaman að mistökum þýðenda, mega gjarna glíma við þessar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.