Í dag er ég kona

Þetta heiti á bók eftir Gunnar Dal hefur mér alltaf þótt torskilið þar til núna í vikunni. Þá hlustaði ég á nokkrar útvarpskonur tala um íþróttir, bæði frjálsar og fótbolta. Lítið fór fyrir dæmigerðri íþróttaspeki í þessu spjalli. Þær dásömuðu einkum fegurð karlanna, limaburð þeirra og tígurleik og héldu vart vatni af hrifningu. Við þetta rifjuðust upp ýmis ummæli í sama dúr. Það skal viðurkennt að ég þjáist enn af svonefndu Manilow-heilkenni síðan Margrét Blöndal hélt fyrirlestur um lærin á Francesco Totti og hef ég ekki getað litið manninn kórréttum augum síðan. Nóg um það. Ég horfði með þessu viðhorfi á kvennaknattspyrnu þar til ég skammaðist mín svolítið og fór að lesa Veru. Nógu erfitt er að vera karlpungur svona almennt séð. En það er hollt að hugsa öðru hverju eins og kona.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.