Kennaraverkfall

Ég hef tekið þátt í tveimur kennaraverkföllum og á slæmar minningar frá þeim báðum. Í bæði skiptin var staðan eins og núna. Við fundum á okkur að það átti að ýta okkur út í verkfall með góðu eða illu. Forystumönnum kennara fannst það rétt til að þjappa saman hópnum, knýja á um launahækkanir og ríkinu fannst verkfall þjóðþrifaráð til að tæma verkfallssjóð kennara. Þegar sjóðurinn er tómur verður ekki farið í verkfall fyrr en nógu mikið er komið í hann.
Verkfallið 1984 skilaði okkur engu. Eftir mánaðarstreð var samið og viku síðar var allt tekið af okkur með gengisfellingu eða álíka aðgerðum. Þá var maður svo blankur að þess eru fá dæmi. Það tók mína fjölskyldu um tvö ár að rétta við fjárhaginn. Eftir þetta verkfall var hatur margra kennara á ráðamönnum slíkt að jaðraði við magasári hjá skapbesta fólki.
Verkfallið 1995 byrjaði illa og fór versnandi. Uppskeran úr því voru flóknustu samningar sem þekkjast á vinnumarkaði og gamalt hatur á ráðamönnum tók sig upp. Þegar sjálfumglaður og hrokafullur þingmaður mætti á fundi með kennurum og kallaði okkur „félaga“ með jöfnu millibili og sagði síðan „krakkar mínir“ (því hún hafði kennt í mörg ár) börðu dagfarsprúðir menn í borðið og gerðu hróp að henni. Megi hún aldrei þrífast.
Síðan komu tímamótasamningarnir svonefndu sem forsvarsmenn kennara hreyktu sér af en hjálpuðu mér að skrifa uppsagnarbréfið. Með þeim kom nefnilega launaþak. Of langt mál er að rekja þessa vitleysu en við blasti sú framtíð að manni væri fyrirmunað að hækka í launum og sennilega hefði maður lækkað í launum með minnkandi kennsluskyldu. Þessum samningum fylgdi þetta venjulega kjaftæði sem maður kunni fram og til baka.
Nú verður verkfall. Það stendur sennilega í 3 vikur, kannski 4 og þá verður samið. Þá verður sjóðurinn búinn og kennarar hafa fengið nóg. Þeir sem sjá ljósið og fá síðasta dropann í mælinn segja sennilega upp störfum og leita annað. Ég býð þá velkomna í einkageirann.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s