Orkusteinar og gælugrjót

Í sjónvarpinu í gærkvöldi var varað við bandarískum hjónum sem eru hér á ferðinni, halda námskeið gegn háu gjaldi og kenna fólki að nýta orkuna í sjálfu sér og fá orku úr svonefndum orkusteinum. Aðstandendur nemenda þeirra hafa að sögn miklar áhyggjur .Það vakti líka athygli að enginn nemendanna vildi koma í viðtal sem sætir furðu því fólk sem hefur séð ljósið og sannfærst er yfirleitt tilbúið að opna munninn.
Nýting eigin orku og lækningamáttar er ekki nýtt fyrirbæri og skilst manni að heilun og reiki byggi á einhverju svipuðu. Sú var tíðin að maður gat orðið reikimeistari á einni helgi og staðið sjálfur fyrir námskeiði eftir það. Enn man ég eftir viðtali við mann suður með sjó sem hafði sérhæft sig í reiki húsdýra og hafði að sögn læknað tvo ketti og einn hund af einhverri uppdráttarsýki. Ógleymanlegur er Michael-fyrirlesturinn sem góð vinkona hélt yfir mér í hartnær klukkutíma og dró varla andann á meðan. Allt þetta varð til þess að við Már Högnason stofnuðum heilunarmiðstöð sem seldi orkusteina og gælugrjót og hafði ég viðað að mér nokkrum fötum af fallegum sjávarvölum, þvegið þær og stillt þeim upp og utan um gælusteinana hafði ég bundið snoturt band svo eigandinn gæti dregið molann sinn á eftir sér. Þetta var sama sumarið og dvergakastið var auglýst á vegum Más Högnasonar og hann tók einnig að sér að leggja hendur á fólk.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa þennan eina dag sem HMH starfaði. Trúgjarnt fólk hafði samband og þeir fáu sem efuðust létu fljótt sannfærast. Það sem átti að verða létt spaug fyrir hádegi varð óvart of mikil alvara fyrir suma og við ritstjóri Hafnfirska fréttablaðsins komum vitinu fyrir Má. Heilunarmiðstöðinni var lokað um kaffileytið og kaupendum vísað frá með ýmsum skýringum.
En eftir þessa frétt í sjónvarpinu er freistingin mikil að hefja starfsemina á ný. Við flutninga er tekið til og margt kemur í ljós. Ég fann steinafötuna í gær.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s