Sítrónukúrinn

Í tilefni af því að nú seljast heilu stæðurnar af amrískum djúsbrúsum á rúmlega þrjú þúsund krónur og fólk virðist trúa því statt og stöðugt að það geti lést um nokkur kíló á tveimur dögum má rifja upp sögu af ágætum vini mínum sem þótti og þykir víst enn gott að borða.
Einu sinni bauð hann okkur nokkrum í bjór og grill á sólríkum laugardegi. Það stóð þannig á að daginn áður hafði hann haft hamborgarahrygg í matinn fyrir fjölskylduna en vegna lystarleysis var megnið af honum eftir og hafði hryggnum, sem var hátt á þriðja kíló, verið stungið undir grillhjálminn. Okkur leið prýðilega úti í garðinum meðan húsbóndinn kryddaði lærisneiðar og dundaði sér við grilltengda iðju en öðru hverju opnaði hann hjálminn og skar væna flís af hryggnum sér til munngætis. Fór svo lengi fram og brátt leið að kvöldverði. Þá kom húsfreyjan út í garðinn, vildi sækja hrygginn til að gefa ungum börnum þeirra að narta vegna aðsteðjandi hungurs þeirra. En undir hjálminum fann hún aðeins beinið, þokkalega vel nagað. Rúmlega tvö kíló höfðu horfið ofan í húsbóndann.
Hann tók engu að síður vel til matar síns um kvöldið og borðaði á við þrjá.
Á þessum árum voru ýmsir kúrar prófaðir með misjöfnum árangri en sítrónukúrinn er sá eftirminnilegasti. Hann felst víst í því að drekka sítrónuvatn í öll mál. Sítrónusafi er vatnsleysandi og hefur svipuð áhrif og Hollywoodkúrinn. Eftir fyrsta daginn hringdi hann stoltur, hafði þá verið á klósettinu nær allan daginn og undir kvöldið steig hann á vigtina. Ellefu kílóum léttari var hann himinlifandi og hélt að það yrði nú ekki mikið mál að komast undir 110 kíló á nokkrum vikum.
Daginn eftir fóru fimm kíló. Síðan lagðist hann í rúmið með höfuðverk, beinverki og fleiri kvilla, fékk það eitt ráð hjá lækninum að borða mat, helst hollan, fyrst hann vildi létta sig. En vigtin sýndi eftir vikuna sömu tölu og ævinlega.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.