Gildishlaðin orð

Eflaust muna einhverjir eftir þeirri tísku ungmenna að ganga í beltislausum, víðum gallabuxum, jafnvel teknum saman rétt fyrir neðan rasskinnar og klofbótin á buxunum var einhvers staðar nálægt hnjánum. Fyrirmyndin ku vera bandarískir fangar sem urðu að vera án beltis í fangaklefum svo þeir hengdu sig ekki sér til dægrastyttingar. Íslensk ungmenn átu þessa dellu upp eins og margt annað. Ég veit ekki hvort þetta er enn við lýði en finnst raunar merkileg árátta ungra stúlkna að sýna berlega þegar þær hafa klæðst svonefndri strengbrók. Nóg um það.
Mér fannst þessi buxnatíska alltaf hallærisleg, eins og reyndar margt í fari áhrifagjarnra ungmenna og kom orðinu „kúkabuxur“ einu sinni að í skjátexta á fréttastofunni. Logi var vaktstjóri og setti blíðlega ofan í mig fyrir rembinginn og síðan tókum við stutta umræðu um gildishlaðin orð.
Síðan hef ég oft rekið mig á að sumt þykir „Hauki frænda vera heldur villt.“ Ég nota miskunnarlaust orð eins og negri, svertingi, fáviti, örviti, sérviti svo dæmi séu tekin og þar sem í bandarískum fréttaþáttum er talað um stríð við Íraka, er regla hjá okkur að nota orðið innrás og uppreisnarmenn í Falludjah heita hjá okkur skæruliðar eða hermenn.
Nú sit ég með Arabískar konur eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur á kvöldin þar sem víða eru tekin fyrir gildishlaðin orð því höfundur þorir að taka afstöðu, fer hörðum orðum um hugmyndafátækt Vesturlandabúa og leyfir arabísku konunum ekki að komast upp með gagnrýnislausar einræður. Þetta er góð bók og frábært innlegg í einhliða umræðu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.