Staksteinar í bítið

Sakleysisleg bloggfærsla um bráðræðispistil Össurar Skarphéðinssonar hefur nú ratað í hina og þessa fjölmiðla og kemur það okkur sjálfsagt jafn mikið á óvart. Staksteinar urðu fyrstir til, síðan Ísland í bítið og Fréttablaðið og ábendingar hafa borist um ýmsar vefsíður sem vekja athygli á þessu. Vegna þessa er rétt að nefna eftirfarandi.
Ef annar en ÖS ætti í hlut væri þetta ekki merkilegt. Fólk breytir skrifum sínum að vild, sjálfur hef ég fleygt út vitleysu sem ég lét á blað og fannst ekki tiltökumál. Hver ræður sínum skrifum.
Tilgangurinn var ekki að koma höggi á ÖS, heldur fannst mér þetta fyrst og fremst fyndin uppákoma, eins dags brandari, sem ég reiknaði með að gleymdist. Mér er slétt sama um Samfylkinguna, hef aðallega áhuga á brekum framasóknarmannanna sem linnir ekki meðan ræfladýrkun er við lýði. Sá sem veit hvaðan þetta orð er fengið, fyllir flokk víðlesinna en á slíku fólki hef ég mætur.
Það má af þessu læra að að allt sem fer á netið vekur einhvers staðar athygli. Össur hefur eins og fleiri, tengingu við nagportal.net sem mikkivefur.is sér um. Þar blasti fyrirsögnin við mér þennan morgun. Síðan var enn opin þegar vinnufélagarnir mættu og þar sem þeir hafa áhuga á pólitík vildi ég sýna þeim þetta með morgunsopanum. Þá var pistillinn horfinn. Okkur fannst brandarinn góður, ég afritaði síðuna og prentaði út, skrifaði nokkur orð á málbeinið og sagði ónefndum stílfinni úti í bæ frá þessu. Málið dautt.
Og nú er hundurinn farinn að bíta í skottið á sér. Á vefsíðu Össurar er nýjasta kommentið á þá leið að hann er hvattur til að skrifa pistil um það sem hann er að þurrka út úr pistlunum sínum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.