Trúður og trúbador

Af einhverjum ástæðum hefur lagið um trúðinn og trúbadorinn oft verið leikið í útvarpinu undanfarið og í fjölmiðlum ber á furðulegri gagnrýni á þann gjörning Bubba Morthens að hafa framselt Sjóvá hugverk sín í ákveðinn tíma en fá á móti ákveðna summu sem hann hefði sjálfsagt haft í tekjur á ótilgreindum árum. Valur Gunnarsson, ritstjóri Grapevine, er svo hneykslaður að hann brenndi víst 20 Bubbaplötur úr fórum sínum og hneykslast líka á að enginn skuli láta gagnrýna listamanninn. Að vísu kallaði Valur til blaðamann Fréttablaðsins því hann vildi gjarna vekja athygli á sjálfum sér í leiðinni.
Ég fletti upp í ævisögu Kristmanns Guðmundssonar um daginn og fann frásögn af því þar sem Kristmann var staddur á mannamóti þar sem efnamaður nokkur kvað það nauðsynlegt að skáld væru fátæk og illa haldin því þá gætu þau ort betur. Kristmann svaraði þessu auðvitað eins og efni stóðu til.
Nú veit ég ekki betur en listamenn geri út á sölu á verkum sínum í ýmsum formum. Ef einhver selur meira en aðrir þá er hann öfundaður. Metsöluhöfundar og lagasmiðir eru hælbitnir af minni spámönnunum. Bubbi gerði ekki annað en það sem allir listamenn þrá að gera, nema í aðeins meiri mæli en aðrir. Ef marka má Val Gunnarsson vill hann helst setja reglur um hvað listamenn mega gera, hve mikið þeir mega selja og hverjum. Næst þegar hann skráir sig í símaskrána ætti hann bæta við starfsheitinu siðapostuli.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.