Sá hæfasti…

Mágur minn, framhaldsskólakennarinn, sagði mér eitt sinn frá því að skólameistari hefði ráðið í starf forvarnafulltrúa við skólann, enda ku ungmenni vera áhrifagjörn og veik fyrir freistingum og þau þarf að uppfræða um fíkniefnavá og fleira af slíku tagi. Margir færir komu þar til greina en meistari ákvað að ráða húsvörð skólans í starfið því hann hefði mestan tíma til að sinna því, væri hvort sem er í 70% starfi og gæti bætt þessu á sig. Við þessa röksemdafærslu setti menn hljóða. Litlum sögum fer af afrekum húsvarðar við fræðslustörfin og var hann ekki ráðinn í það næsta haust. En hann var að mati meistarans manna hæfastur til að gegna því.
Gildismat meistarans kemur víða fram í samfélaginu, einna mest í pólitískum ráðningum. Í Garðabæ var öllum umsækjendum hafnað um stöðu leikskólafulltrúa en sá ráðinn sem hafði ekki sótt um starfið og getur víst ekki hafið störf fyrr en að námi sínu loknu og þá verður sennilega að ráða einhvern til að gegna starfinu á meðan. Björn Bjarnason ku hafa snúið umsækjendalistanum öfugt þegar hann skipaði ÓBÞ í hæstarétt. Hjá útvarpinu þarf að koma góðum framsóknarræfli að í stöðu fréttastjóra RÚV og þá skiptir engu þótt margir þrautreyndir hafi sótt um. Meirihluti útvarpsráðs hefur tekið upp orð Snæfríðar í Íslandsklukkunni og túlkað þau á sinn hátt. „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Það er óheppilegt fyrir framsóknarmenn sem vilja auðvitað troða sínum mönnum í stöður að hafa ekki frambærilegri kandídata. Kannski vissu þeir ekki að húsvörðurinn sem nefndur er hér í upphafi, er á lausu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.