Afhommun

Afhommun er hugtak sem maður tengdi einkum Snorra í Betel en núorðið Gunnari í Krossinum. Þar sem ég trúi að í öllum mönnum leynist snefill af skynsemi hélt ég að þeir félagar myndu fyrr eða síðar sjá ljósið eins og trúuðum mönnum sæmir og láta af þessari vitleysu. Fordómarnir deyja auðvitað út smám saman og þeir sem nenna að agnúast út í samkynhneigða eiga að lesa vefsíðu eins og þessa hérna og muna að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. En þar sem Gunnar hefur talað mikið um þessa afhommun án þess að fara nánar út í það hvernig hún fer fram, fór ég að velta fyrir mér ýmsum aðferðum sem svona ofstopamenn gætu gripið til. Þar sem ég er óttaleg lesbía eins og Flosi Ólafsson sagði forðum daga, hrifinn af kvenfólki og vil helst halda því áfram, sé ég í anda einhverjar skelfilegar athafnir.
1. Þrotlaus prédikun yfir hinum samkynhneigða með tilheyrandi froðufellingum og öskrum þar sem stikað er um gólf þar til lekur sviti og móða er á rúðum.
2. Niðurdýfing. Hinum samkynhneigða er haldið á kafi í laug þar til honum liggur við drukknun. Honum er boðið súrefni gegn því að láta af kynvillunni.
3. Skilyrðing að hætti Watson og Pavlov. Rafmagn notað óspart.
4. Aðferðir spænska rannsóknarréttarins. Þar er af nógu að taka og miðað við eldmóðinn í Gunnari held ég að hann vilji fara beint í þennan lið og sleppa hinum.
Að öllu gamni slepptu þá er það auðvitað dapurlegt að svona viðhorf skuli enn heyrast og sjást á prenti eins og undanfarnar vikur í DV. Ég botna ekki alveg í þessu. En kannski hefur þessi vitleysa í Gunnari sömu áhrif og málflutningur Hannesar Hólmsteins í gamla daga þar sem fólk flykktist í SHA eftir að hafa heyrt í honum æstum á kappræðufundi.

Ein athugasemd við “Afhommun

  1. Menn sem gera sér mat úr því að nugga sér utan krist, Guð, Alah, hvaða trúar eða sannfæringarhækju sem þeir aðhyllast, eru ávalt án undantekninga í ósamræmi við sjálfa sig. Um leið og Snorri Betel eða Gunnar Kross fordæma homma, lespíur, tvíkynhneigða ofl. gera þeir sig seka um að brjóta gegn sinni eigin trúarsannfæringu. Því að samhvæmt bókinni sem þeir vitna í, stendur að það sé ekki þeirra verk að dæma heldur Guðs. Gera þessir menn sér enga grein fyrir því óbætanlega tjóni sem þeir valda!
    En hverju getur maður svo sem búist við af mönnum sem halda því fram að allt sem í Bíblíunni stendur sé heilagur sannleikur.. Þeir trúa því t.d. að Gyðingar séu Guðs útvalda þjóð og hafa sagt það opinberlega. Ekki heyrist píp frá hvorugum þeirra um þau fjöldamorð, glæpi gegn mannkyni, þjóðarhreynsanir er vinir þeirra í Ísrael framhvæma. Nei, betra er að níðast á örfáum „kynvillingum“ sem röllta niður laugarvegin!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.