Benedikt og Jesús

Ég held því stundum fram að ég hafi verið afkristnaður í kringum fermingu þegar séra Baldur neitaði að ferma mig. Það gerði mig hvorki verri né betri en ég er. Seinna benti amma mér á, þegar ég fékk kommúnistabakteríuna, að Jesús hefði verið sósíalisti og mér væri nær að líta í biblíusögurnar en Rauða kverið. Með þetta að veganesti las ég nokkur guðspjöll og öðlaðist nýjan skilning.
Þetta rifjaðist upp í dag þegar ég las ýmsar tilvitnanir í nýja páfann, Benedikt sextánda, háaldraðan Þjóðverja, sem ku öllu íhaldssamari og einstrengingslegri en forveri hans. Auðvitað ættu þessar kreddur að koma Íslendingum lítið við, ekki síst þar sem hér eru aðeins 5775 skráðir kaþólikkar. Sumir óttast að fólk mun í enn ríkara mæli yfirgefa kaþólsku kirkjuna, hætta að fara eftir boðum hennar og bönnum en ég get ekki tekið undir þessar áhyggjur. Það bera að fagna hverjum þeim sem hættir að taka mark á svona miðaldahugmyndum og lætur skynsemina ráða.

Eftir því sem ég las meira leist mér æ verr á blikuna. Með einföldum samanburði á þeim Benedikt páfa og Jesú kemur ýmislegt merkilegt í ljós.

Jesús leyfði börnunum að koma til sín.
Benedikt ber blak af barnaníðingum í kaþólsku kirkjunni og gerir lítið úr ákærum á hendur þeim.
Jesús kunni að gleðjast í góðum hópi og skemmta sér.
Benedikt er á móti rokki.
Jesús var umburðarlyndur og vildi taka á móti öllum í guðsríki.
Benedikt er á móti samkynhneigðum og konum.
Jesús skipti fiskunum og brauðinu á milli fjöldans.
Kaþólska kirkjan er vellauðug og liggur á fé sínu.
Jesús var klæddur að alþýðuhætti.
Benedikt er skrýddur í pell og purpura.
Jesús fyrirgaf.
Benedikt gefur hvergi eftir.
Jesús þótti vænt um konur.
Benedikt vill skírlífi.
Jesús læknaði sjúka.
Benedikt er á móti smokkanotkun en hún er talin hafa áhrif á útbreiðslu alnæmis í Afríku.

Þegar allt er vegið og metið efast ég um að páfinn sé kristinn. Til vara held ég að hann ætti að lesa biblíusögurnar upp á nýtt eins og amma ráðlagði mér.

Auglýsingar

7 athugasemdir við “Benedikt og Jesús

 1. Að smokkanotkun sé TALIN hafa áhrif er rangt orðalag. Smokkurinn er það eina sem ver gegn smitun alnæmis og gersamlega út í hött af kaþólsku kirkjunni að fordæma þessa vörn.
  Ekki má gleyma því að útbreiðsla alnæmis er einnig mikil í S-Ameríku og þar er algengt að konur smitist af eiginmönnum sínum, sem og í Afríku.

 2. Í þættinum „Orð skulu standa“ á Rás 1, var þessi fyrripartur.

  Er Benedikt nokkuð betri en hinn
  sem bannaði pilluna og smokkinn.

  Minn botn:

  Afturhaldsfýluna af honum finn
  upp af brátt verður hrokkinn.

 3. Já, já. Það er hægt að henda ýmsu í gamlan kall sem tekur við embætti sem er viðurkennt.
  En smokkurinn og hiv veiran eru miklu flóknari en svo að hægt sé að segja að það sé gömlum
  kalli að kenna hve illa hefur farið. Ég á góðan vin sem bjó í Afríku þegar hann smitaðist
  af AIDS. Hann smitaðist EKKI af afrísku fólki sem óhlýðnaðist katólsku kirkjunni að hluta
  og að hluta ekki….heldur breskri, giftri, forfrmaðri konu….sem dó 2 árum síðar.

  Blórabögglar hafa alltaf verið á útsölu en lausnir…þær eru ávallt á hæsta verði.

 4. Auðvitað verður Benedikt ekki hengdur fyrir allt sem kaþólska kirkjan hefur aðhafst undanfarnar aldir. Sem æðsti embættismaður hennar, næst „Guði“, er hann skotspónn fyrir reiði fólks í garð þessarar úreltu stofnunar sem reynir eftir fremsta megni að halda í einhver völd. Mér finnst hann ekki gerður að blóraböggli þótt bent sé á ýmislegt sem hann hefur sagt í ræðu og riti.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s