Fegurðarkeppni

„Ekki eru allar ástir í andliti fólgnar“ sagði amma mín stundum þegar fegurð bar á góma. Ég hef heldur aldrei verið viðræðuhæfur um útlitskeppnir enda skil ég ekki hvernig er hægt að leggja svona mat á útlit fólks. Það er heldur ekki við hæfi að vitna í söguna um Helenu fögru enda er þar rambað á jaðri andlegs heilbrigðis. Ég sé fyrir mér stigakeppni í göngulagi, brosi, snúningum og almennum limaburði en þegar spígsporað er á sviðinu í sundfötum og háhæluðum skóm fer maður bara að hlæja og vorkenna stelpugreyjunum að láta plata sig í svona tímaskakka vitleysu.
Að vísu hef ég sömu áhugamál og fegurðardrottningar eiga að hafa og þar gæti ég komið sterkur inn. Ég hef gaman af bóklestri, ferðalögum innanlands og börnum og vil gjarna koma á heimsfriði sem fyrst. Um frammistöðu mína í sundfötum verður ekki fjölyrt.
Samt er til fólk sem hefur alvöru áhuga á svona útlitskeppnum og fylgist með þeim af sama áhuga og aðrir knattspyrnu. Sumir nenna meira að segja að smíða samsæriskenningar. Ég rakst á þessa:
Ég vil óska stelpunni, sem lenti í öðru sæti í ungfrú Ísland núna rétt áðan, til hamingju með titilinn. Hún var bara óheppin að lenda í sömu keppni og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem fékk titilinn bara í gegnum klíkuskap og út á frægð mömmu sinnar. Hún vann reyndar netkosninguna og smskosninguna líka þannig að kannski er ég með annan smekk en flestir Íslendingar en ég held að Íslendingar séu skelfilega áhrifagjarnir. Ef þessi stelpa væri ekki dóttir Unnar Steinsonar (eða hvernig fallbeygir maður þetta nafn?) þá efa ég að hún hefði rúllað þessari keppni upp.“
Mig minnir einhvern veginn að þær mæðgur hafi báðar verið í einhverri hryggðarmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson þar sem kynórar leikstjórans skyggðu á fátæklegan söguþráðinn. Þetta mundi líka sá sem barði þessari vísu saman.

Telpunni hlotnaðist heiðurinn mesti
hýrt var brosið og rjóðar kinnar.
Fegurðardrottning sem fróaði hesti
fagnaði sigri dóttur sinnar.

4 athugasemdir við “Fegurðarkeppni

  1. Ætli það sé klíkuskapur í fegurðarsamkeppnum sem nýkjörinn forkona Samfylkingarinnar ætlar að berjast gegn?

  2. Hvada voda biturleiki er thetta i folki, Unnur Birna vann thetta ekki a klikiskap gud hvad folk getur verid ofunsjukt og velt ser uppur thessu .Unnur Birna var lang fallegust af ollum thessum stelpum og kann ad koma fram thad er thad sem skiptir lika miklu mali. Hvernig geturu kallad thetta klikuskap thar sem hun vann baedi simaog net kosningu thad er lika alit allra thjodarinnar ekki domnefndar. Thjodin er ekkert ahrifagjorn thetta er bara thad sem henni finnst. Mer finnst ad Unnur Birna atti thetta svo sannarlega skilid.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.