Er eitthvað að?

Á sunnudaginn hitti ég konu á förnum vegi sem spurði með áhyggjusvip: „Hvað er eiginlega á seyði í gamla skólanum þínum?“ Þar sem ég var ekki viss um hvorn hún ætti við, varð ég að spyrja. Ég var þá með hugann við MÍ en hún við Öldutúnið.
Í Öldutúninu, þar sem ég kenndi í 13 ár, hafa nú 25 manns sagt upp störfum og eru á leið í aðra skóla. Það heitir víst starfsmannavelta þegar fólk hættir störfum. Þessi velta var löngum lítil í Túninu á mínum árum. Kannski hættu þrír eða fjórir og alltaf kom maður í manns stað. Það þótti ekki tiltökumál. Eftir reynsluna í Vesturbæjarskólanum 1983-85 þar sem 11 hættu fyrra vorið og 13 það seinna sem jafngilti 80% kennara var maður ýmsu vanur. Þar var ekki um samantekin ráð manna að ræða. Ég hætti þar sem skólastjórinn vildi ekki hafa mig lengur og hefði sennilega rekið mig ef ég hefði ekki sagt upp sjálfur. Kannski var ég svona lélegur kennari. Ég held að skólastjóranum hafi þótt það. Mig grunar líka að núverandi skólastjóri í Túninu hafi ekkert á móti því að losna við allt gamla liðið á einu bretti og ráða nýtt fólk. Nýir vendir sópa stundum meira en góðu hófi gegnir.
Skólastjórar geta gert kennurum lífið leitt ef þeir leggja sig fram við það. Í hinum skólanum mínum, MÍ, birtast vandamálin einkum í samskiptum skólameistara og kennara. Kennari sem þarf að sæta því á vori að prófabunkinn er tekinn af honum og fenginn þriðja aðila til yfirferðar og endurskoðunar, jafnvel einkunnum breytt, veit innst inni að honum verður ekki vært við skólann. Þetta heitir á mannamáli að viðkomandi kennari sé svo lélegur að honum er ekki treystandi til að fara yfir prófin sín og lítið sé að marka einkunnir hans. Það ber vott um þrautseigju hjá kennaranum að vera þarna enn. Ég væri farinn fyrir löngu enda er það mjög lýjandi að standa í málaferlum og deilum við yfirmann sinn. Skólastjóri sem vill losna við kennara getur gert það án þess að segja honum upp. En þar sem ég er friðsemdarmaður í eðli mínu finnst mér að öll dýrin í skóginum geti verið vinir.

8 athugasemdir við “Er eitthvað að?

  1. Ég er enn að velta fyrir mér þessu sambandi björnsins og kanínunnar ef satt skal segja. Ég held að við ættum öll að velta fyrir okkur eftirfarandi spurningu: Er ég björn eða kanína?

  2. Það er reyndar alveg satt, nútímaþjóðfélagsmynstur (les: kapítalisminn) krefst þess í raun að maður sé annað hvort björn eða kanína. Sigurvegari eða tapari.

    Mér finnst allir þeir sem taka að sér kennslu barna okkar vera Jesú Kristur. Og þeir ættu að fá fálkaorðu á hverju ári. Hvað lélega skólastjóra varðar, er þetta það sama og í öðrum fyrirtækjum, allt of mikið að vanhæfum yfirmönnum í þessum heimi.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.