Anna og Tóta

Það var stundum gaman í Vesturbæjarskóla og þá einkum utan skólans þar sem makar kennara voru með og við vorum ekki að drekkja okkur í tali um skólann og börnin. Kennarar eru svo slæmir að tala um vinnuna sína að samkvæmt minni reynslu slá aðeins helstaðnir vélstjórar þeim við á fjórða til tíunda glasi. En það er önnur saga.
Ég man eftir kennarafundi að morgni dags þar sem allir áttu að sitja á stólum í hring og horfast í augu og það mátti ekki hafa borð fyrir framan sig því það er vörn og tákn um óöryggi og eflaust margt fleira sem fræðingar kunna skil á en svona fundir voru leiðinlegir og langir og erfiðir. Það er kvöl og pína að sitja lengi án stuðnings og þetta vissum við þennan morgun en þar sem í okkur blundaði lítill masókisti, létum við þetta yfir okkur ganga. Hún Anna átti afmæli og henni var óskað til hamingju og einhver spurði hvort ekki ætti að yrkja og þá datt þetta upp úr mér án umhugsunar:
Um aldurinn má ekki fást
þótt árið bætist við hjá henni.
Ellimörkin engin sjást
því Anna fæddist gamalmenni.

Að þessu var flissað og svo byrjaði fundurinn og hann var eins og við vissum að hann yrði. En Anna tengist áfram þessari minningu því Páll, þáverandi maður hennar, lék listavel á kontrabassa, sem er munúðarfullt hljóðfæri og margir njóta þess að faðma sinn kontrabassa, að ekki sé minnst á selló, sem kemur í stað elskhuga hjá sumum í Melabandinu. Enn er þetta útúrdúr en til að halda þræðinum skal nefnt að af Páli lærði ég lagið um hana Tótu og söng af hjartans lyst og Sæli, maðurinn hennar Gullu, sló gítarinn og kímdi gegnum skeggið. Reyndar sá ég Sæla á menningardaginn og skeggið er farið en sjálfur virðist hann ekkert hafa elst á þessum 2o árum.
En það var lagið um hana Tótu sem ég lofaði víst að raula fyrir aðra Tótu sem starfar í spóludeildinni á Lynghálsi og gefur þeirri Tótu sem vísan fjallar um, ekkert eftir. Ég kom mér undan að syngja lagið í dag, lúinn eftir pókerlýsinguna, en textann mundi ég.
Þarna fer hún Tóta,
tekur á milli fóta
eina alin rétta
yfir grundu slétta.
Gott eiga þær grundir
sem geta séð upp undir.
Ég vildi að ég væri alin
í einu skrefi falin.

Mér finnst eins og Palli og Sæli séu við hliðina á mér og í huganum hljómar dillandi söngurinn. Kannski maður taki lagið fyrir hana Tótu á Lynghálsinum.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Anna og Tóta

  1. Sæli er náttúrulega enn að spila, að þessu sinni í Læknabandinu, en við vorum eitt sinn saman í verkfallsbandi HÍK sem kallað var HIK-andinn. Góður piltur, Sæli!!!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.