Aumingja Hannes

Ég heyrði fyrst í Hannesi Hólmsteini árið 1971 og 34 árum síðar hefur hann ekkert breyst nema fitnað svolítið í framan en tónninn er sá sami, eins og hjá frekum heimilishundi í túninu í Valhöll sem telur sig geta gelt í skjóli girðingar á alla sem fram hjá fara og að hundum á öðrum bæjum. Hannes hefur gelt svo oft eftir pöntun þegar hnýtt er í Davíð og vini hans að það varla fréttaefni en fyrir vikið hefur Hannes alla tíð haldið að hann kæmist upp með að segja hvað sem er. Núna hefur karlgreyið neyðst til að selja ofan af sér til að eiga fyrir sektinni. Kaupandinn er sessunautur hans árið 1971. Sjálfsagt ganga kaupin til baka í fyllingu tímans.
Ég vorkenni Hannesi. Hann hefði átt að fá þennan skell miklu fyrr og læra fyrir löngu að gæta tungu sinnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Þess vegna hefði átt að taka hvolpinn Hannes og kenna honum hundasiði meðan það var hægt.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.