Perlukafararnir

Ég man þegar ég heyrði fyrst Musterisdúettinn úr Perluköfurunum. Ekki man ég hverjir fluttu en það voru raddmiklir menn og ástríðufullir, enda elska báðir sömu stúlkuna og vilja hana fá. Ég eignaðist þetta lag síðan og á það í einum þremur útgáfum og er sú íslenska ekki síst þar sem Kristinn og Gunnar þenja sig í Salnum í Kópavogi.
Kristín málfars á fréttastofunni deildi þessum áhuga mínum og á tímabili sátum við yfir textanum og reyndum að snara honum á ástkæra ylhýra. Það var ekki auðvelt og við lukum aldrei verkinu, enda komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki á færi nema snillinga og því var það sjálflagt á hilluna. En þegar mér er dauft í sinni, leik ég þetta lag á fullum styrk og bregst ekki hressingarmáttur þess.
Svo var ég á leiðinni í vinnuna í morgun og heyri þelmjúka kvenrödd byrja á lagi sem ég kannaðist einhvern veginn við. Síðan kom önnur rödd inn í og þá brá mér. Þarna var dúettinn fallegi kominn með íslenskan flatneskjutexta og allur var flutningurinn svo flatur og máttlítill að manni gramdist að þessum söngkonum skyldi nokkru sinni hafa dottið í hug að gefa þessa hryggðarmynd út á skífu.
Einhvern veginn held ég að Gestur Einar hafi verið sama sinnis því hann hummaði einhverja kurteisisafkynningu, fræddi hlustendur síðan um uppruna lagsins og skellti Nicolai Gedda á fóninn. „Svona á að gera þetta“ sagði Gestur. Sennilega höfum við báðir hækkað rösklega í tækjunum. Það er ekki á færi nema snillinga að flytja þennan dúett.

Ein athugasemd við “Perlukafararnir

  1. Jaeja kallinn

    Hvad er aftur netfangid thitt-sendu thad a lysandi@internet.is og ta faerdu frettir fra Astraliu i stadinn.
    Astralia er stor.
    Thar er alltaf sol nema tegar rignir.
    Her a enginn madur ulpu eda hufu.
    Erum ad verda god af jetlaginu sem var illvigt.

    kvedjur from down under

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.