4. spurning-Vísbending

Þrír hafa hlotið stig til þessa eftir jafnmargar spurningar. Allt er þetta á jafnræðisgrundvelli.
Að þessu sinni er spurt um þýdda skáldsögu sem kom út hér á landi í tveimur bindum.
Hún er talin höfuðverk höfundarins og er þýdd úr dönsku, þótt frummálið sé annað.
Höfundurinn hefur heimsótt Ísland.

8 athugasemdir við “4. spurning-Vísbending

 1. Gísli ! Er til of mikils mælst að þú spyrjir frekar um djassmúsík ? Ég hef svo gaman af spurningakeppnum.

 2. Þessi veldur heilabrotum. Ditte mansbarn eftir Martin Andersen Nexö kom ábyggilega
  út í tveimur bindum og var þýdd úr dönsku en frummálið var ábyggilega danskt.
  Fávitinn eftir Dostojevskí kom líka út í tveimur bindum en sá mikli maður kom ekki til íslands.
  Þýdd úr dönsku segir þú, ætli hún sé þá ekki gömul, frá þeim tíma þegar allt var þýtt úr
  dönsku…. ég skýt á Don Kíkóta (Don Quijote) eftir Miguel De Cervantes.

 3. … og meðal annarra orða þá er þessi leikur hjá þér algjör snilld.
  Dustar rækilega rykið af bókmenntaáhuganum sem blundar undir yfirborðinu 🙂

 4. Mörg góð svör en ekki rétt. Hvað spurningu djassmunksins varðar, þá veit ég mjög lítið um djass þótt ég hafi nokkurt gaman af honum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.