Gamla Kastljósið hafði orð á sér fyrir þjónustulund við stjórnmálamenn og málpípur. Þar var hægt að panta sér tíma ef þurfti að kynna eitthvað, verja málstað, láta dæluna ganga og vekja athygli á einhverju. Þetta var þægilegt efni fyrir stjórnendur sem spöruðu sér undirbúning og leyfðu tungufossinum að falla yfir varnarlausa áhorfendur. Reyndar var þetta form notað síðustu lífdaga þáttarins til að drepa hann. Þar komu framsóknarmenn sér vel, því leiðinlegri viðmælendur eru vandfundnir. Svo kom nýtt Kastljós, nýir vendir og allt gaf þetta fyrirheit um alvöru umfjöllun.
Þetta hélt ég í það minnsta. Svo kom Hannes Hólmsteinn í þáttinn í gærkvöldi og stjórnaði viðtali við Sigmar Guðmundsson.