Endurfundir

Það er gullin regla kennara að gera ekki upp á milli nemenda sinna. Í skólanum eiga allir að vera jafnir, eins og í Dýrabænum, þar sem öll dýr voru jöfn. Þegar fram liðu stundir í Dýrabænum var reglunni breytt, enda voru þar svín að verki, og eftir það voru sum dýr jafnari en önnur. Þessi líking táknar samt ekki að kennarar séu svín, þótt nemendum kunni að þykja það stundum.
Ég er hættur að kenna en verð samt alltaf kennari, þótt ég tutli mitt hrosshár á öðrum vettvangi. Þessi tilfinning er staðfest í hvert sinn sem ég rekst á fullorðin börn á förnum vegi og sérstaklega þegar þau eru eins mörg saman komin og í gærkvöldi. Af mörgum ástæðum er þetta uppáhaldsárgangurinn minn. Ég get upplýst það núna, þar sem skólaárin eru að baki. Sjálfsagt væri hægt að skrifa heila bók um þessi sjö ár í Túninu heima þar sem við áttum samleið.
Þau gerðu sér glaðan dag langt fram á kvöld og eftir skemmtilega upphitun með valinkunnum sveinum, hitti ég allan hópinn og fannst það undur gaman. Ég mundi eftir öllum, þurfti að vísu að rýna svolítið framan í suma til að muna nöfnin og hefði átt að hafa gleraugun meðferðis. Ég geri það næst.

7 athugasemdir við “Endurfundir

  1. Þar sem ég lá í rúminu veikur um helgina las ég töluvert af bloggi, sem ég hef ekki gert lengi.

    Rakst t.d. á link hjá þér á bloggið hans Krissa og rak ég mig í gegnum linka frá einni „nemöndinni“ til annarar.

    Og í einhverri undarlegri nostalgíu, að finna allt í einu gamla félaga sem ég þekkti fyrir öllum þessum árum en hef ekki hitt síðan á síðustu öld, rifjaðist margt upp.

    Ein ljósasta minningin hlýtur samt að kristallast í orðunum „Jói Ísleifs“! Sýnir manni að maður getur átt fleiri minningar úr skólaferðalaginu en skólavetrinum, þó það eigi raunar ekki við um 12 ára bekkinn.

    En það breytir því ekki, Gísli, mér finnst það alltaf jafn undarleg staðreynd þegar ég hugsa út í það, að þú kenndir mér aldrei öll þessi ár. Einhvern veginn kemur þú svo mikið við sögu ásamt Guðmundi heitnum og síðar Guðna Ölvers í unglingadeild (og jú Helga og Gunna Bjartmars).

    Um leið og man ekki lengur nöfnin á helmingnum af kennurunum sem kenndu mér í Öldutúni þá sitja þeir eftir í minningunni sem kenndu með hjartanu og virtist ekki vera þarna bara vegna launanna.

  2. Jói Ísleifs? Eitthvað rámar mig í þann ágæta mann. Þú mættir gjarna rifja þessa sögu upp við tækifæri.

  3. Hæ Gísli takk fyrir síðast. En hvað ég er ánægð með það að verka EKKI ein af þeim sem þú kenndir EKKI.

    Það er alltaf dálítið sniðugt hvað maður man frá þessum árum, já og kannski líka hvað maður man ekki. Man til dæmis mjög vel eftir sögu sem þú sagðir okkur sem var eftir sjálfan þig, draugasaga sem var mjög spennandi (allavegana á þeim tíma). Man enn betur eftir því þegar ég og Lilja Ýr mættum brjálaðar til Hauks skólastjóra af því að við fengum ekki að fara í tölvur í vali í 10. bekk, man hins vegar lítið eftir tölvutímunum sjálfum sem okkur tókst sem sagt að troða okkur í. Hversu áhugavert er það?

    Þangað til næst…

  4. Ég á gamla starfsmannalista úr Öldutúni og við tækifæri væri gaman að fá Ágúst til að merkja við þá (sem hann man eftir) sem „virtust vera þarna bara vegna launanna“ að hans mati.

  5. Ég hringdi í skógarbóndann og fékk söguna af Jóa Ísleifs. Hún var auðvitað góð. Á næstu dögum verða rifjaðar upp sögur úr skólabúðaferðunum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.