Fólk á himnum

Það er segin saga að þegar við systkinin hittumst á góðri stund, berst talið alltaf að æskuárunum fyrir vestan. Enn rammara kveður að þessari fortíðarhyggju þegar pabbi og mamma eru viðstödd og er nú svo komið að við getum rætt og jafnvel deilt um minnstu smáatriði sem gerðust fyrir mörgum áratugum. Í síðasta jólaboði var í þröngum hópi rifjuð upp húskveðjan yfir ömmu minni sem dó 1966 og bar ekki öllum saman um hvernig hún hefði farið fram, hvað var sungið og hverjir sungu, hvort prestur hafi verið við eða ekki og þar fram eftir götunum. Þegar bækur höfðu verið bornar saman og þó nokkuð bar á milli, var þetta tal fellt. Ég ætla að halda mér við mína útgáfu.
Við segjum sumar sögurnar aftur og aftur. Kannski til að fullvissa okkur um að allir muni þær eins. Kannski af því að þegar allt kemur til alls, eigum við þetta saman. Þurfum við að færa þetta í letur? Ég skal ekki segja. Sumt er best í munnlegri geymd.

3 athugasemdir við “Fólk á himnum

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.