Verónika ákveður að deyja

Þessi bók eftir Paulo Coelho var í bókapokanum mínum fyrir jólin. Mér finnst að allir ættu að lesa svona bók einu sinni á ævinni. Ég lauk lestrinum í gær og byrjaði strax aftur á henni til að kjamsa á áhrifamestu köflunum. Það stendur ekki til að fara nánar út í söguþráðinn en mig langar að gefa smá forsmekk. (Mjög lausleg þýðing.)

Þegar Verónika kemst til rænu í Villete kynnist hún Zedku sem víkur góðu að henni. Þar segir:
„Ég skal segja þér sögu,“ sagði Zedka. „Voldugur galdramaður vildi tortíma konungsríki einu og setti galdradrykk í brunninn sem allir þegnar ríkisins drukku úr. Sá sem drykki vatnið yrði geggjaður.
Morguninn eftir drukku allir í ríkinu úr brunninum og urðu allir geggjaðir, nema konungurinn og fjölskylda hans, sem áttu sér einkabrunn, sem galdramaðurinn hafði ekki náð að eitra. Konungurinn var áhyggjufullur og reyndi að hafa hemil á þegnum sínum með alls kyns tilskipunum sem vörðuðu öryggi og almennt heilbrigði. Lögreglumennirnir og lögreglufulltrúarnir höfðu einnig drukkið eitraða vatnið og þeim þóttu ákvarðanir konungsins fáránlegar og neituðu að taka mark á þeim.
Þegar íbúarnir fréttu af tilskipununum, sannfærðust þeir um að konungurinn væri orðinn geðveikur og ekkert vit væri í skipunum hans. Þeir flykktust til hallarinnar og kröfðust afsagnar hans.
Í örvæntingu sinni bjó konungur sig undir að víkja úr hásætinu en drottningin stöðvaði hann og sagði: „Förum og drekkum úr almenningsbrunninum. Þá verðum við eins og þau.“
Og þetta gerðu þau. Konungur og drottning drukku geðveikivatnið og töluðu eftir það eintóma vitleysu. Þegnar þeirra iðruðust strax; þar sem konungur þeirra sýndi slíka visku, þvi ekki að leyfa honum að stjórna ríkinu áfram?
Þjóðin hélt áfram að lifa í friði þótt landsmenn höguðu sér allt öðruvísi en nágrannar þeirra. Og konungurinn stjórnaði ríkinu til æviloka.“

Ein athugasemd við “Verónika ákveður að deyja

  1. ég panta þessa bók med det samme af bréfabókasafninu mínu, sem staðsett er í byggðunum, í hrauninu við turnana tvo….

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.