Það er svo gaman…

„Það er svo gaman í Öldutúni,
yfirmennirnir Haukur og Rúni…“

Svona var kveðið veturinn og vorið 1986 í samnefndu lagi sem fjallar um skólann okkar MK og fleiri, sem hér á síðunni er kallaður Túnið. Lagið endaði á plötu, komst á vinsældalista og lifir alltaf í minningunni eins og þeir félagar sem minnst er á í fyrsta erindinu. Haukur skólastjóri og Rúnar yfirkennari. Báðir hættu í Túninu í fyllingu tímans og í dag fylgjum við Rúnari til grafar.
Ég á eingöngu góðar minningar um Rúnar og hann studdi mig með ráðum og dáðum fyrstu árin í Túninu. Það verður ekki rakið nánar hérna. Sumt á maður fyrir sig. Ég sá í Mbl. í morgun að um hann skrifa margir og svo vel að við það er litlu að bæta.
En textinn virðist enn vera sumum hugleikinn og á þessum áratugum sem síðan eru liðin, hef ég rekist á ótal dæmi þess. Kannski verður hann rifjaður upp yfir kaffi og kleinum að útförinni lokinni.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.