Það er svo gaman…

„Það er svo gaman í Öldutúni,
yfirmennirnir Haukur og Rúni…“

Svona var kveðið veturinn og vorið 1986 í samnefndu lagi sem fjallar um skólann okkar MK og fleiri, sem hér á síðunni er kallaður Túnið. Lagið endaði á plötu, komst á vinsældalista og lifir alltaf í minningunni eins og þeir félagar sem minnst er á í fyrsta erindinu. Haukur skólastjóri og Rúnar yfirkennari. Báðir hættu í Túninu í fyllingu tímans og í dag fylgjum við Rúnari til grafar.
Ég á eingöngu góðar minningar um Rúnar og hann studdi mig með ráðum og dáðum fyrstu árin í Túninu. Það verður ekki rakið nánar hérna. Sumt á maður fyrir sig. Ég sá í Mbl. í morgun að um hann skrifa margir og svo vel að við það er litlu að bæta.
En textinn virðist enn vera sumum hugleikinn og á þessum áratugum sem síðan eru liðin, hef ég rekist á ótal dæmi þess. Kannski verður hann rifjaður upp yfir kaffi og kleinum að útförinni lokinni.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.