Sóleyjarkvæði

„Sóley sólufegri,
situr við hafið á kóralskóm
leikur við linda
lykill frá Róm…“
Í vínilplötustaflanum mínum er Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum við lög Péturs Pálssonar í flutningi hans og einvalaliðs leikara og söngvara. Þetta er sparieintakið, keypt á menntaskólaárunum, eftir ógleymanlega stund í lítilli skólastofu. Finnur Torfi Hjörleifsson kenndi okkur þá íslensku og bauð til samverustundar seinnipart dags, að lokinni kennslu, mætti með grammófón í kassa og eftir stutta kynningu á efni kvæðisins var platan sett á fóninn. Tíminn leið hratt.
„Veraldarvini sína
hún tölunum taldi
hróðug eins og hefði hún allan
heiminn á sínu valdi…“
Það þarf svo sem ekki að fjölyrða um áhrifin. Lengi vel kunni ég allt kvæðið og enn sitja eftir í minninu hendingar sem gott er að hafa yfir, sér til hugarhægðar. Góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar. Hvenær verður Sóleyjarkvæði endurflutt á sviði með hljómsveit fyrir fullu húsi? Ég bíð spenntur.
„Langir eru dagar,
enn lengri nætur,
geigurinn og beygurinn
grípur um hjartarætur…“

5 athugasemdir við “Sóleyjarkvæði

  1. Samtök herstöðvaandstæðinga gáfu út Sóleyjarkvæði á geisladiski fyrir nokkrum misserum – fyrir þá sem ekki nota vínilinn lengur.

    Þennan ágæta disk má kaupa fyrir smotterí. Bara senda póst á sha@fridur.is

  2. Víða liggja leiðir. Finnur Torfi Hjörleifsson kenndi mér í unglingaskóla og hjálpaði mér að berja saman fyrsta (nokkurn veginn) rétt kveðna ljóðið mitt.

    Sóleyjarkvæði var svo ómissandi þáttur í lífinu í Þrándheimi á áttunda áratug þegar sannfæringin var stundum að geispa golunni í norskum hversdagleika. Ég mæti á tónleikana ef af verður. Gott að vita af verkinu á diski.

  3. Sæll Gísli. Mig langar bara að forvitnast hvort þú sért ekki sá Gísli sem skrifaði Skræðu og
    fleiri námsbækur ásamt Þórði Helgasyni. Ef svo er, vildirðu vera svo vænn að segja mér eitthvað
    meira um þig, eins og t.d. fæðingarár, menntun og starf.

    Með kveðju Helga, nemandi í HA.

  4. Háskólakórinn flutti Sóleyjarkvæði undir stjórn Árna Harðarsonar á árlegum tónleikum sínum fyrir rúmum 20 árum.
    Verkið var stytt í flutningi kórsins og var tekið upp á vínil. Stjórnandinn og kórinn fengu bágt fyrir í Mogganum.
    Man ekki hvort það var í Staksteinum eða Reykjavíkurbréfi.
    Annars þakka ég fyrir skemmtilegt blogg.
    Aunt Bekks

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.