Útreikningar

Í Gettu betur í gærkvöldi var Skúli Magnússon gerður 100 árum eldri eða þar um bil, sagður halda til náms 1732 en taka við embætti landfógeta 1847 og þá fyrst kom rétt svar. Enginn gerði athugasemd við þessa útreikninga í þættinum.
Á forsíðu DV er síðan staðhæft að selst hafi 200 þúsund miðar á tónleika Nylon-stúlknanna í Bretlandi. Sannleikurinn er hins vegar sá að drengjasveitin Westlife er á leið í tónleikaferð og 200 þúsund manns hafa þegar tryggt sér miða til að berja sveinana augum. Nylon-stúlkurnar eiga hins vegar að hita upp fyrir þá. Hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að allur þessi mannfjöldi komi fyrst og fremst til að hlusta á fjórar raddlitlar og stirðbusalegar stelpur frá Íslandi er mér hulin ráðgáta.

2 athugasemdir við “Útreikningar

  1. Það var augljóst að 48.000 manns (og ég þar með) höfðu ekki keypt sér miða að Parken hér um árið til að hlusta á sænsku drengina í The Hives. Fénu var eytt til að sjá gömlu brýnin í Stóns en oft fylgir böggull skammrifi…

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.