Hjálækningar

Ógleymanlegt viðtal við Birnu Smith í gærkvöldi var holl lexía fyrir viðskiptavini skottulækna. Það þarf mikinn kjark til að halda því fram að hægt sé að ræða við stofnfrumur sínar en það gerir þessi kona víst daglega og miðað við hláturinn sem fylgdi, er stofnfruman fyndin og skemmtileg.
Í anda þessa höfum við Már Högnason ákveðið að bjóða upp á listmeðferð í samvinnu við Gallerí Skott. Þar stendur sýning enn yfir og hefur aðsókn verið framar væntingum. Í listmeðferðinni verður unnið með verkin sem eru til sýnis. Við sinnum fólki með sigg, blöðrur á tám og í lófum, graftarbólur, andfýlu, svitalykt, pungsig og álíka kvilla og losum fólk við geðlægð ef vill. Meðferðin er sjálfsstýrð og er ætlast til þess að fólk beri sig eftir henni. Galleríið er að vanda opið alla daga á bílastæðinu við Þjóðskjalasafnið en safnvörður er til viðtals á kontór handan götunnar. Ef er flautað kemur hann að glugga og veifar.
Vinsælasta meðferðin felst í því að leggja hönd á verkið Hringrás og einbeita sér að því að virkja heilunarkraft verksins, sem er mikill. Ef árangur næst ekki á stundarfjórðungi skal endurtaka þetta þar til greinileg breyting er á ástandinu.
Líka má taka til í galleríinu og fleygja ónýtum verkum um leið og viðkomandi tekur til í hugskoti sínu og hreinsar hugann. Þetta er vanmetin heilunarleið sem fólk getur stundað hvarvetna.

Auglýsingar

9 athugasemdir við “Hjálækningar

  1. Ég hugsa mér gott til glóðarinnar, skrifstofan mín er nefnilega á efstu hæð í höllinni sem gnæfir yfir bílastæði Þjóðskjalasafns.
    En á þessari stundu sé ég ekki neitt sem ég held að sé Gallerí skott! Hvernig er það á litinn?

  2. Hvað er galleríið opið lengi dags? Er það ekki gagnvirkt þannig að maður geti tekið þátt í listsköpuninni?

  3. Opnunartímar eru sem hér segir: Alla virka daga frá 8-15, nema þegar sýningarstjóri og safnvörður fer snemma heim vegna veðurs og færðar.

  4. Mig grunar að Gísli hafi fengið það hlutverk að taka til í bílskúrnum í sumar og hann sé að byggja upp spennu með því að skilgreina það sem fjöllistagjörning sem sé þeim mun betur heppnaður sem fleiri leggja hönd á plóginn. Er t.d. ekki einhver listamaður sem tekur myndir af beru fólki út um hvippinn og hvappinn. Þeim mun meira listaverk sem fleiri mæta berrassaðir.

  5. Sú regla gildir að einungis má vinna með þau verk sem eru í galleríinu hverju sinni þar sem listamanninum er annt um sköpunarverk sín. Þótt einhverjir telji í einfeldni sinni að þeir lumi á listaverki, varðar það fjörbaugsgarði að troða þeim inn í Gallerí Skott, nema listamaðurinn leyfi gestasýningar.

  6. Er eitthvert listaverka Más Högnasonar gætt heilunarhæfileikum til að lækna andstöðuþrjóskuröskun?

  7. Enda er Már ákaflega hæfileikaríkur maður. Þó finnst mér á stundum að hann sé dálítið illa innrættur. Hugsanlega ætti hann að reyna að heila sitt annað sjálf. Hann yrði betri maður á eftir.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.