Við Marmarahaf

Til að fagna úrsögninni úr flokknum var ákveðið að blása til útrásar, alla leið að Marmarahafi þar sem sumarið er snöggtum heitara en heima og kynna sér hvíldarsiði túrista. Ég er í góðri æfingu eftir framsóknardvölina og svipti mér í túristagervið eins og hverja aðra brók. Það fer mér ágætlega. Framsóknarhamurinn var orðinn þvingandi.
Hér er heitt. Íslendingar eru vanir að tala um veðrið daglega og hér vantar ekki umræðuefni. Allir hafa sína upplifun á hitanum og kunna ýmis ráð. Á hótelinu er öflug loftkæling.
Hér er drukkið. 3-5 lítrar á dag sagði óljúgfróður maður og það skal vera vatn. Aðrir drykkir teljast ekki með en þeirra má neyta ótæpilega.
Hér er prúttað. Sölumennskan er engu lagi lík og maður þorir varla inn í tusku-og leðurbúðir. Vinin i eyðimörkinni er stórmarkaðurinn Migros við hliðina á hótelinu. Þar fæst góðmeti. Þangað má enginn koma nema þokkalega klæddur að ofan og neðan. Fatagæslukonur standa við dyrnar og horfa fránum augum yfir túrhestahjörðina.
Og hér er nóg af túristagildrum. Höfum þegar lent í einni en sluppum eins og Grímur forðum.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Við Marmarahaf

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.