Nörður

Mér finnst ágætt að vera nörður. Ég veit mikið um ýmislegt en ekki neitt um margt annað. Það er líka gott að vera meðvitaður um fávísi sína. Þá reynir maður kannski að bæta úr henni. Mér fannst það alltaf mikilvægt meðan ég kenndi að láta nemendur leita að svörum og fróðleik. Í barnaskóla er maður hvort sem er að kenna krökkum góð vinnubrögð, kenna þeim að læra ef svo má segja. Ég held að það hafi stundum tekist þokkalega.
Núna get ég fullyrt að með hjálp netsins læri ég eitthvað nýtt daglega. Mér finnst Wikipedia t.d. eitt það merkilegasta starf sem unnið hefur verið á netinu og í vinnunni er ég alveg hættur að fletta upp í orðabókadoðröntunum sem sliga hillurnar á kontórnum. Öll orðasöfn og skýringar eru á netinu. Mér finnst það líka heillandi tilhugsun hvað mikið er til af efni sem hægt er að skoða og grúska í á komandi árum.
Myndagetraun Eyju hefur orðið til að efla narðarháttinn hér á bæ. Þótt ég finni ekki alltaf svörin staldra ég víða við og gleymi mér við lestur á fróðleiksmolum. Af nógu eru að taka.

5 athugasemdir við “Nörður

  1. Það eru tómir nerðir heima hjá mér (þó kannski ekki endanlega staðfest með þá tveggja ára gömlu) og í 90% tilvika þykja mér nerðir skemmtilegri en annað fólk.

    Ég hef líka lært einhver ósköp á því að halda þessa getraun. Best þykir mér þegar svörin koma ekki strax og ég fæ að semja margar vísbendingar.

  2. Jú, jú og á þessa meistara herjuðu háls-, lungna- og blöðrubólgur, berklar, lýs, sullur…
    En gaman er að flakka um wikipedia, það er satt og rétt. Ég var svo uppveðruð af því um daginn að ég hugsaði með mér að ég ætti að setjast niður og þýða eitthvað af þessu úr frönsku. Hvort ég muni gefa mér tíma til þess er svo annað mál.

  3. Wikipedia er sannarlega frábær – og merkilegt að margt það besta á netinu skuli vera unnið í sjálfboðavinnu, sbr. líka allt Open Source samfélagið. Annars þakka ég fyrir góða þraut. Er strax farinn að hlakka til (þar)næstu jóla og nýrra spurninga.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.