Hvar eru þau?

Þetta finnst mér merkileg hugmynd. Ég hef lengi glímt við slæm Manilow-heilkenni sem felast í því að muna alls kyns ómerkileg smáatriði og því miður gæti ég rifjað upp of mikið um þessa margumræddu tískudrós. Ef fjölmiðlar gætu hjálpað mér að gleyma henni, væri það vel þegið. En því miður taka þeir þátt í leiknum.
Rifjum upp gamalt dæmi.
Áður fyrr, þegar DV flutti alls konar fréttir af mismerkilegu fólki, var þar liður sem hét: Hverjir voru hvar? Þar var talið upp hverjir drukku hvar, með hverjum og jafnvel hve lengi. Oft fylgdu myndir. Þekkt par á slúðursíðum blaðanna þetta sumar var Höddi og Solla (Manilow-heilkennið.) Þau giftu sig í ágúst, minnir mig. Í fréttatímum beggja stöðvanna þetta kvöld voru myndir og umfjöllun um brúðkaupið.
Á þessum árum var ég ekki úti á lífinu um hverja helgi, aðallega á kafi í hversdagsleikanum, og vissi ekkert meira um þetta fólk þá en nú. Þau hjúin urðu þekkt fyrir að fara út að skemmta sér. Mig grunar að þau hafi hætt því alfarið eftir brúðkaupið því síðan hefur ekkert borið á fréttum af þeim.
Hér er tækifæri fyrir hugmyndasnauða fréttamenn:
Hvar eru Höddi og Solla?

2 athugasemdir við “Hvar eru þau?

  1. Samkvæmt Parísarskilgreiningunni eru þau fyrsta fólkið sem voru gerð fræg fyrir það eitt að fara út að skemmta sér. En það fór fyrir þeim eins og eldspýtum litlu stúlkunnar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.