Nakta fólkið hans Spencers

Mér skilst af fréttum af Spencer Tunick ljósmyndari sé væntanlegur hingað með myndasýningu og er það auðvitað fagnaðarefni fyrir listunnendur en ekki síður þá sem finnst gaman að horfa á nakið fólk og skiptir þá samhengið ekki máli. Einhvern veginn liggur í loftinu að Spencer muni reyna að mynda nakta mörlanda einhvers staðar á götum borgarinnar en það verður þrautin þyngri því áhorfendur verða án efa fleiri en þeir nöktu. Til að gæta jafnréttis verður hlutfall karla og kvenna að vera jafnt svo enginn í þeim geiranum verði súr. Hugsanlega mótmæla þeir sem leggja nekt og klám að jöfnu og jafnvel gæti einhverjum dottið í hug að mótmæla komu Spencers hingað.
Ég hef íhugað í fullri alvöru að gefa kost á mér sem fyrirsæta. Eftir megrunarlausa daginn er mér skítsama um öll aukakíló og keppi og hyggst dingla þessu framvegis framan í alla sem vilja sjá í nafni holdfrelsis. Að auki er ég hættur að raka fótleggina.
Ég vona að það viðri vel fyrir myndatökurnar. Hópur fólks með gæsahúð og blátt hörund er vissulega athyglivert myndefni en slæmt veður er bara ávísun á kvef.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.