Mér finnst ég hafa heyrt þetta áður…

Eftir 20 ár í Júróvisjón er komin nokkuð föst mynd á þetta. Hún er í grófum dráttum svona:
Íslenski hópurinn er áberandi á keppnisstað, heldur frábæra fjölmiðlafundi sem vekja athygli og spá blaðamenn laginu góðu gengi. Kynningarpartíin ganga með eindæmum vel og veðbankar eru jákvæðir. Íslenski keppandinn mætir í fjölda viðtala og er spurður mikið um land og þjóð. Stemmningin er góð og broshýr sjónvarpsmaður sendir heim myndir og viðtöl. Það er vor í lofti og væntingarnar miklar. Auðvitað förum við upp úr þessari undankeppni, það er engin spurning og það eina sem á eftir að ræða hér heima er hvar við eigum að halda keppnina að ári.
Mér finnst ég hafa heyrt þetta áður. Eftir 20 skipti eða þar um bil er tónninn orðinn hjáróma eins og mælendur þurfi að leggja sig fram við að vera sannfærandi og innst inni vita þeir eins og við að þetta er bara leikur, jafnvel skrípaleikur, en við tökum öll þátt í honum og erum „með.“ Það er svo púkalegt að vera ekki með og þá er maður durtur. Ég geri mitt besta til að byggja upp spennu, hef jafnvel horft á kynningarþættina með norrænu fulltrúunum og haft gaman af en ég man ekki eftir neinu lagi, get varla raulað íslenska lagið skammlaust og finnst þessi Valentínus frekar „lost“. En þetta er bara mitt viðhorf og endurspeglar ekki alþýðu manna sem trúir á stöðugleikann í samfélaginu. Stöðugleikinn í Júrovisjón er sextánda sætið.
Önnur og meiri spenna fylgir því hvort yfirkjörstjórn sníður talnabirtingu í kosningunum að þörfum Ríkisútvarpsins en Júrovisjón er víst ekki lokið fyrr en nálægt hálfellefu. Það tókst að treina talnabirtingu í álverskosningunum í þrjá stundarfjórðunga og um leið og kvikmynd kvöldsins var lokið, voru tölur allt í einu tilbúnar eins og kanína upp úr hatti. Þetta þótti mörgum fyndin tilviljun.
Ef fyrstu tölum verður frestað þar til úrslit liggja fyrir þá verður kvöldið þrungið meiri spennu en nokkru sinni fyrr. Mér finnst þetta prýðileg samsæriskenning og hef öllu meiri áhuga á henni en úrslitum söngvakeppninnar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.