Um skapalón og sessalón

Svo mælti Ármann:
„Og þá rifjaðist upp fyrir mér að mig hefur alltaf langað til að yrkja vísu þar sem skapalón væri látið ríma við sessalón.“
Við þetta rifjaðist upp gömul saga af kirkjukaffi í Skagafirði, sennilega á Miklabæ eða Glaumbæ (ég þekki engar kirkjur) en þar sátu fraukur tvær á bekk og þóttu kjólar þeirra stuttir. Fráneygir bændasynir góndu rjóðir í kinnum á faldana og það sem þeir töldu sig sjá þar fyrir ofan. Við þetta tækifæri kastaði próventukarl í sveitinni fram þessari vísu:

Sátu tvær á sessalón
Sigríður og Fjóla
skoða mátti skapalón
í skugga blúndukjóla.

Lesendur geta skemmt sér við að ráða í merkingu orðsins skapalón. Þar fyrir utan gæti þessi saga verið helber uppspuni. Hvað veit ég?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.