„Það á að meðhöndla konur eins og skurðgröfur“

Fátt muna ungir og lítt þroskaðir piltar betur en það sem þeim er sagt um kvenfólk og í ljósi þess er mikil ábyrgð falin þeim eldri og reyndari að segja óhörðnum sveinum enga vitleysu.
Í tilefni af vaxandi áhuga netverja á örsögum í anda tímaritanna Eros og Sannar sögur, verður nú rifjuð upp ein dagsönn. Fyrirsögnin er undir sterkum áhrifum frá Ellý Ármanns.

„Það á að meðhöndla konur eins og skurðgröfur, „sagði skeggjaði vinnufélaginn minn og opnaði smurolíufötuna blíðlega en ákveðið.

Sumarið ‘85 vann ég með manni sem var kallaður Varúlfurinn. Okkur strákunum þótti hann frekar ófrýnilegur í framan, alltaf úfinskeggjaður og píreygður, munnstór og gómstór og átti það til að gnísta tönnum þegar honum var mikið niðri fyrir. Nafnið festist því við hann og undir sumarlok svaraði hann þegar verkstjórinn kallaði Úlfur. Samt hét hann Sveinn eða Jón eða álíka algengu nafni.
Úlfurinn var vinnuvélamaður og snerti aldrei á skóflu eða haka eins og við þrælarnir. Hann hafði tekið meiraprófið um leið og hann hafði aldur til og vissi allt sem vita þurfti um vélar. Margt bar á góma í kaffi og matartímum en Úlfur náði oftast að sveigja talið að einhvers konar maskínum. Meira að segja þegar farið var að rifja upp syndir Steingríms Hermannssonar og grænubaunamálið, þá tókst Úlfi að láta umræðuna snúast um Bronco-jeppa Steingríms og muninn á sex sílindra vél og átta.
Fyrir verslunarmannahelgina var auðvitað hugur í mönnum til afreka á útihátíðum. Í fimmtudagshádeginu var rætt um kvenfólk. Úlfur lagði það eitt til málanna að konur ætti að meðhöndla eins og skurðgröfur. Taka blítt en ákveðið á þeim, smyrja þær vel og huga að viðhaldinu.
Eftir þennan fyrirlestur horfðum við á Úlf grafa skurð með tilheyrandi bægslagangi og gátum ekki annað en hugsað um kvenfólk á meðan.

Ein athugasemd við “„Það á að meðhöndla konur eins og skurðgröfur“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.