Brugg og hrútaber

Helgin var vel nýtt til útiveru af ýmsu tagi og þar sem berjasprettan er meiri en elstu menn muna (alltaf vinsælt að vitna í elstu menn) tíndum við hrútaber á sunnudaginn sem vaxa í ríkum mæli hist og her í Heiðmörkinni og við Vífilsstaðavatn. Ég hef oft fundið hrútaber á stangli en aldrei í tínsluhæfu magni fyrr en þarna. Nú eigum við fulla dollu af rauðum berjum í ísskápnum. Þau eru ágæt á bragðið.
Þar sem ég á farsælan bruggferil að baki, hefði komið til greina að skella í hrútaberjavín. Enn er hugsað hér á bæ um krækiberjalíkjörinn með saknaðarblik í augum en hann var upphaflega gerður með fötuaðferðinni, eins og döðlusérríið, rúgportvínið og appelsínuvínið. Ég á reyndar enn uppskriftirnar en þar sem heimiliskettlingurinn gæti drukknað í fötunni, hugsar maður sig um tvisvar. En flaska með hrútaberjavíni færi annars vel á jólaborðinu. Eini vandinn yrði að finna einhvern sem vildi drekka það.

Ein athugasemd við “Brugg og hrútaber

  1. Mér þætti mjög vænt um að fá uppskriftina af Hrútaberjalíkjörnum

    Með fyrirfram þakklæti
    Þórhalla

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.