Manneklan

Ég lýsti pókernum svo hratt í morgun að það tók 45 mínútur að ganga frá 52 mínútna þætti og samt var hvergi klippt. Á sama hátt prjónar maður hratt til að klára sokkinn áður en garnið er búið og gaddar í sig brauðsneiðinni til að verða saddur áður en kemur að síðasta bitanum. Þetta svínvirkar við flest verk.

Síðan tók ég þátt í mótvægisaðgerðum gegn manneklu á leikskólum og frístundaheimilum með því að gefa dóttursyninum rúma tvo tíma um og eftir hádegisbilið. Enn er ekki vitað hvenær hann má mæta á leikskólann sinn og hefur því undanfarið kynnst vinnustað og skóla foreldra sinna og haft af nokkuð gaman. Það hjálpar til að snáðinn er afa sínum eftirlátur og hlýðinn og við leikum okkur í Playmo og kubbum sjoppur og bensínstöðvar og ræðum málin. Hver stund með barnabörnunum er góð. Mér finnst ég heppinn að ráða vinnutíma mínum og geta hlaupið undir bagga. En þetta geta trauðla þeir sem eru bundnir við skrifstofu eða vinnustað.

Eftir þetta tók við þýðing á vitlausustu þáttaröð sem ég hef nokkru sinni horft á og hef þó séð ýmislegt á þýðingaferlinum. Hér mætti nota orð eins og „alger steypa“ en þau duga ekki til. Oft heldur maður að botninum í sjónvarpsefni sé náð með þáttum eins og Piparsveininum, Piparmeynni, Allt í drasli, ótal afsprengjum Survivor-endaleysunnar og mörgum íslenskum þáttum sem tröllriðu Skjá einum á sínum tíma. Enn er þó hægt að koma manni á óvart. En ég er umtalsfrómur og læt mér nægja að vanda moksturinn.

13 athugasemdir við “Manneklan

 1. Ég var að heyra að einn maður hefði losnað úr einskinsnýtu starfi og getur vafalaust komið að gagni við eitthvað nytsamlegt á Íslandi. Bara vona að hann sé ekki of skemmdur af langri dvöl með bandaríska setuliðinu í Bagdað

 2. Getraun getraun, jibbí!
  Hér hefur gengið í tja, þrjú sumur held ég þáttur sem heitir Ile de la tentation, Temptation Island yrði það á ensku, gæti orðið Eyja freistinganna á íslensku.

 3. Góð tilgáta, Kristín, en ekki rétt. Reyndar væri gaman að sjá hvernig Eyja freistinganna yrði íslenskuð. Ég sé fyrir mér útisenur í Viðey og Engey.

 4. Spennan eykst.
  Vísbending: Upphaflega átti að hefja tökur á þáttaröðinni fyrir fimm árum en það gekk ekki eftir af einhverjum ástæðum. Eins og hugmyndin er nú góð! Eða þannig…

 5. „Ég er týnd en vona innilega að ekki verði farið út í að festa Engey á filmu sem eyju stórra freistinga enda er þessi þáttur í rauninni ófalin melludólgaþáttur. Freistararnir (gæjarnir sem freista stelpnanna) og freistingarnar (gellurnar sem freista strákanna) eru fólk ósköp venjulegar hórur, þau fá greitt fyrir að káfa og daðra og svo bónus ef þau ná einhverjum upp í ból til sín.“
  Aths. frá Parísardömunni sem lenti í síunni.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.