Fíkniefnalaust Ísland og framsóknarmilljarðurinn

Mig minnir að Ísland hafi átt að verða fíkniefnalaust árið 2000. Þessu var lýst fjálglega yfir á fréttamannafundi og var einna helst á þeim yfirlýsingaglöðu að skilja að þessi ákvörðun ein og sér myndi duga vel í baráttunni við dópið. Raunin varð önnur og átakið fjaraði hljóðlaust út. Seinna uppgötvuðu þingframbjóðendur að þarna var efni í kosningaloforð og þar bauð Framsóknarflokkurinn best, heilan milljarð í aðgerðir gegn fíkniefnum. Ekki fór eins mikið fyrir því hvernig milljarðinum var varið og ef á að mæla árangurinn í fjárhagsvanda SÁÁ og annarra meðferðaraðila, þá er hann ekki merkilegur.

Þótt yfirvöld hirði stöku innflytjanda eða smyglara er það varla nema rétt til að gára yfirborðið. Í þessari blindskák breytir litlu þótt peð falli öðru hverju í valinn meðan hrókar, riddarar og biskupar valsa óáreittir um borðið. Það eru skelfilegar staðreyndir að einhverjir skuli geta lagt fram tugi milljóna til að kaupa fíkniefni til sölu hérlendis og haft aðgang að góðu dreifikerfi og stórum hópi neytenda sem hefur efni á að eyða hálfum milljarði í vímuna.

Það má lengi dunda sér við að hirða sendlana. En þegar kaupmaðurinn sjálfur verður tekinn og dreifikerfið leyst upp, er hægt að tala um árangur. Þangað til þarf meira en fréttamannafundi og yfirlýsingar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.