Þegar ég uppgötvaði að kötturinn skilur mannamál

Ég las upphátt úr Blaðinu í morgun og tók eftir því að kötturinn hvarf eftir það. Við eftirgrennslan kom í ljós að hann sat úti á grasflötinni, horfði tortrygginn á mig og svaraði ekki blíðmælum og lokki. Hann er nokkuð viss um að verða hafður til kvöldverðar.

Af því við börnin í sveitinni höfðum gaman af því að stríðala heimalningana og sáum spikfeitt súpuketið í hillingum strax upp úr miðju sumri, finnst mér geðshræring malbiksbúanna með eindæmum. Kona nokkur segir í Blaðinu í morgun að hún hafi orðið næstum óð við lesturinn á kattaruppskriftinni. Ekki má nú mikið.

Þess vegna er gott að rifja upp Skjónukvæði eftir Kristján Eldjárn þar sem kjamsað var á gæðingum og ekki er verra þetta kvæði sem við sungum oft með tilfinningu í haustferðum í Öldutúnsskóla. Vonandi fær enginn óðafum eða hjartaáfall við lesturinn.

Lambið hinsta er heimt af fjalli
haustið kemur með frosti og snjó.
Á því finnst naumast nokkur galli
næg er fita á hupp og bóg.

Góð í feld er gæran hvíta
Góð í sokk er ullin mjúk
Það er öldungis úti að skíta
undir hrímköldum fjallahnjúk

Er það kemur í heimahaga
hnífinn brýni ég lengi og vel
Byssuhólkinn ég hrifsa af snaga
högl og púður ég í hann tel.

Svo við ljómann sólarbjarta
satt og grandlaust lít ég það.
Geng svo mót því með glöðu hjarta
gegnum höfuðið skýt ég það.

Bregð svo hnífi á barkann unga.
Bunar dreyri í stampinn minn.
Upp í sviðinu titrar tunga.
Títt ég brosi í kampinn minn.

Hræri ég með hönd í blóði
hræri ég í erg og gríð.
Líkt og afi minn Ari fróði
ávallt gerði í sláturtíð.

Gripinn fögnuði flæ ég búkinn.
Flestar lappirnar sker ég af.
Hristi úr görnunum heitan kúkinn.
Hluta lambið sem Drottinn gaf.

Pott á hlóðir hreykinn set ég.
Hlakka yfir felldri bráð.
Ljúf er stundin er lambið ét ég.
-Lifi sauðféð í Drottins náð –

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.