Um geldingu katta og hrúta

Pabbi sagði mér frá því á sínum tíma hvernig hrútar voru geltir með því að reyra undan þeim. Þetta er ruddaleg aðferð og felur í sér notkun snæris á viðkvæma líkamshluta og einhvern veginn herpist maður allur saman við lýsinguna og gætir þess að orða hana ekki í návist heimiiskattarins Brands, sem í fyrramálið verður settur í búr sitt og skilinn eftir hjá dýralækninum. Þangað verður hann svo sóttur síðdegis, tveimur kúlum fátækari.
Þótt Brandur sé heimavinnandi drífur margt á daga hans. Mikill tími fer í át og svefn og hann hefur sýnt umtalsverðan áhuga á prjónaskap og skriftum húsráðenda. Pottablóm eru líka spennandi og hann reynir oft að elta bendilinn á tölvuskjánum. Dagblöðin læsi hann með okkur ef hann fengi að spígspora á eldhúsborðinu. Áhugi hans á salernisferðum hefur heldur ekki farið fram hjá neinum, sem og hrifning af vatni. Enn er rifjað upp þegar ræfillinn stökk grunlaus upp í heitavatnspottinn og lá við drukknun.
Stutt er síðan ég hirti hann hérumbil út úr kjaftinum á tröllstórum hundi nágrannans og var þá hlaupið út á sokkaleistunum með digran göngustaf að vopni. Þessi tiltekni hundur er á stærð við kálf og skilur eftir sig skítahrúgur sem gætu jarðað grunlausar mýs.

Þetta er viðburðaríkt líf og mörgum gæti þótt eftirsóknarvert að vera köttur. Það veltur á því hvort maður fái að halda kúlunum.

2 athugasemdir við “Um geldingu katta og hrúta

  1. Köttsa verður örugglega nokk sama um kúlurnar þegar frá líður. Hann á hins vegar góða möguleika á að halda kúlinu, enda eru kettir flinkir í því.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.