Öfgabloggarar -Víst er jörðin flöt!

Voltaire trúði einkum á málfrelsi einstaklingsins og sagði einhvern tíma “Ég er ósammála því sem þú hefur að segja, en ég mun berjast með lífi mínu fyrir rétti þínum til að segja það.“

Ákveðinn hópur fólks hefur nú tekið þessa fleygu setningu upp á arma sína og breytt henni til samræmis skoðunum sínum.

„Ég er ósammála þér og ber ekki virðingu fyrir skoðunum þínum og ætla að berjast fyrir því að þú tjáir þær ekki.“

Þetta fólk fer um bloggsíður eins og engisprettur og er óþreytandi að berja á öllum sem eru ósammála því. Þetta fólk gæti tekið upp á því að fullyrða að jörðin væri flöt. Vei þeim sem vogar sér að halda öðru fram. Þetta fólk myndi brenna Galileó með glöðu geði til að fullnægja skoðanaþörf sinni.

Hvar er þetta fólk að finna?
Það er einkum í athugasemdakerfum á moggablogginu. Vinsælasti vettvangur þess er hjá Sóleyju Tómasdóttur og öðrum femínistum, sem þetta fólk hatar eins og pestina.

Í þessum flokki eru meðal annars:

Fjölmiðlafulltrúinn
Skósveinninn
Íhaldsmaðurinn
Hryðjuverkamaðurinn
Alexander litli
Fósturdeyðingamaðurinn
Óskarinn

Þessi listi á eftir að lengjast. Þakka aðsendar ábendingar.
Viðbót:
Deiglumaðurinn
Tveir
DHarma
Óskaparinn
Fáfræðidoktorinn
Hólmavíkin

Enn bætist við:
Guðsteinn: http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/

Kópavogsbúinn: http://riddarinn.blog.is/blog/riddarinn/

Loftur: http://altice.blog.is/blog/altice/

Predikarinn: http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/

Vendetta: http://vendetta.blog.is/blog/vendetta/

Laissez Faire
Kíkótarnir Sérkennilegt framtak þar á ferðinni.
Ein í viðbót:
Stefán BirgirÞarna hittast margar mannvitsbrekkur.

22 athugasemdir við “Öfgabloggarar -Víst er jörðin flöt!

 1. Minni á Lesbókina í morgun, bls. 2. Ég gleymdi síðan að nefna Bjarna Má Magnússon á Deiglunni. Þar leynast öfgabloggarar. Lesið þennan merka pistil!

 2. úff.
  Ég þakka fyrir að hafa ekki tjáð mig.
  Annars er ég hjartanlega sammála þér og Voltaire. Það verður einnig að hafa í huga að margir sem tjá sig eru bara venjulegir Bolir og tjá sig í anda Lúkasar

 3. Sumir sem eru á listanum hjá þér ganga ekki alveg heilir til skógar og því spurning hvort það sé sanngjarnt að nefna þá. En þessir bloggarar eiga líka skilið tilnefningu, þó að þeir séu ekki endilega allir virkir and-femínistar:

  Guðsteinn: http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/

  Kópavogsbúinn: http://riddarinn.blog.is/blog/riddarinn/

  Loftur: http://altice.blog.is/blog/altice/

  Predikarinn: http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/

  Vendetta: http://vendetta.blog.is/blog/vendetta/

 4. Bakvísun: hvað er annars með Blogger? « tölvuóða tónskáldið

 5. Bakvísun: hvað er annars með Blogger? « tölvuóða tónskáldið

 6. Ólafur tröllabarn? Nánari slóð? Mér finnst listinn orðinn merkilega langur. Annars er erfitt að greina hverjir ganga ekki heilir til skógar. Þetta fólk er hvert öðru líkt.

 7. Ólafur er hér. Þarna ætlaði hann að vera ógurlega fyndinn en ég veit til þess að Þóra systir Sóleyjar er alltaf kölluð Þóra tómatsósa af amk. einum sinna bestu vina.

 8. Það er gaman að segja frá því að formaður mannréttaráðs Reykjavíkur og lýðræðislega kjörinn varaborgarfulltrúi sá sem heldur úti pólitískri heimasíðu á blogginu hefur að sjálfsögðu útilokað mig frá því að setja inn athugasemdir, enda ekki í anda VG lýðræðis og málfrelsis að tjá sig ef maður er henni ósammála.

  Annars er útúrsnúningur VGsleikjunnar sem ritar þennan pistil ansi skemmtilegur. Ekki hef ég útilokað nokkra manneskju frá minni síðu. Ekki hef ég nokkru sinni óskað eftir því að Sóley eða aðrir femíniskir fasistar hætti að tjá sig, mér finnst gott að þetta fólk tjái sig, það er þó ekki skoðanalaust. En hins vegar kref ég þetta fólk um rök fyrir skoðunum sínum, og þá verður alltaf fátt um svör, en meira um útilokanir.

  Þú hérna snillingur ættir kannski að lemja aðdáunarglampann úr augunum og lesa þá gagnrýni sem kemur fram á forréttindafemínistanna, það er alls ekki verið að þagga niður í þeim þrátt fyrir að þær haldi svo, þær eru krafnar um rök. En frekjudósirnar og þröngsýnispésarnir sem þær eru sjá það því miður ekki.

  Góðar stundir

 9. VGsleikja? Femíniskir fasistar? Frekjudósir. Forréttindafemístar? Myndir þú nenna að rökræða við mann sem notar svona orð?

 10. þetta er bara venjulegt hraun frá þessum manni. Ég held að hann sé tröll, það bara getur ekki verið að einhver hafi í alvöru svona skoðanir og sé svona dónalegur.

 11. Núna velti ég því einkum fyrir mér, hverjir á þessum lista gangi ekki heilir til skógar, sbr. ummæli hér að ofan.

 12. Tilvitnun í leiðara MBL í morgun:

  „Bloggið er mál út af fyrir sig. Þar
  er orðinn til vettvangur, þar sem einhver
  hópur fólk virðist fá útrás fyrir
  sínar verstu kenndir með svívirðingum
  og rógi um annað fólk.“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.