Öfgabloggarar- Jörðin er enn flöt

Færslan um öfgabloggarana dró ýmsa dilka á eftir sér. Ég geri mér núna grein fyrir að ekki er hægt að setja allt þetta fólk undir sama hatt. Sumir eru örugglega bestu skinn inni við beinið og verðskulda ekki að vera taldir andstæðingar málfrelsis. Þeir og hinir flykktust hingað í athugasemdakerfið í gærkvöldi og morgun og voru sumir sárir. Ég er nógu aumingjagóður til að biðja þá innilega forláts. Auðvitað hefur fólk fullan rétt til að hrauna yfir nafngreinda einstaklinga á bloggsíðum og krefjast umræðna um skoðanir sínar. Hitt er svo annað mál hversu góðar undirtektirnar verða.

Mér finnst skoðanir sumra öfgabloggaranna á málfrelsi jafngilda því að telja sig eiga rétt á því að skíta í garðinn hjá öðru fólki, banka síðan upp á og heimta að fá að ræða um skítinn við húsráðanda. Þessi ummæli birtust fyrst í athugasemd og tóku sumir hana til sín sem ekki áttu skilið. Það þykir mér miður. Ég er líka viðkvæmur og vil engan græta.

Elías Ágústsson hefur gert bloggpistil Egils Einarssonar að umtalsefni. Sá pistill hefur nú verið fjarlægður af síðu Egils (sem kallar sig Gils á tyllidögum) en í 24 stundum í dag kvartar hann sáran yfir því að ekkert megi segja lengur og fullyrðir að 99% bloggara séu á móti femínistum. Ég hvet fólk eindregið til að lesa viðkomandi frétt, sem og færslu Elíasar og athugasemdir lesenda við hana. Samkvæmt þessu er Egill aðallega sár yfir því að mega ekki hvetja til nauðgana og misþyrminga á nafngreindum konum sem hafa talað fyrir jafnrétti. Ég held að Egill ætti að heimsækja mömmu sína, lesa pistilinn fyrir hana og ræða þessi viðhorf. En réttur Egils til að tjá skoðanir sínar er ótvíræður og hann á þónokkra skoðanabræður og viðhlæjendur sem taka upp hanskann fyrir hann. Þeir eiga væntanlega mæður sem kunna að meta svona málflutning.

Ég eyddi 10 athugasemdum í morgun. Sumar höfðu fengið að standa yfir nóttina, aðrar áttu lítið erindi á skjáinn og bættu engu við það sem þegar hafði komið fram. Svo verður maður líka að moka flórinn.
Sumir bloggarar í þessum hópi hafa þegar verið útilokaðir úr athugasemdakerfum annarra og þykir þeim það miður. Lausnin á þeim vanda liggur í augum uppi. Öfgabloggararnir eiga að halda hópinn, tjá sig á sínum bloggsíðum og sinna viðhlæjenda og vina, þar sem allt er leyfilegt og engar hömlur settar á tjáningu. Þar geta þeir fengið góða útrás og liðið vel. Kannski skrifar Gils nokkra krassandi pistla handa þeim um nauðganir. Þá verða einhverjir kátir.

Mér hefur líka verið bent á að sumir í þessum hópi gangi ekki heilir til skógar. Það skýrir margt.

12 athugasemdir við “Öfgabloggarar- Jörðin er enn flöt

 1. Ég naut þeirra forrétinda að fá að lesa skrif frelsisboðenda á síðunni hjá þér seint í gærkvöldi og nótt, eftir óhóflega kaffidrykkju. Ef menn hafa frelsi til að skrifa dylgjur og óhróður í bloggheimum, jafnvel í skjóli nafnleyndar, af hverju hafa menn þá ekki frelsi til að útiloka hvern sem er af heimasíðum sínum?

 2. Ég mundi segja eitthvað merkilegt hér en þar sem þú ert nú svo mikill baráttu maður fyrir málfrelsi þá veit ég að þú mundir bara eyða því.

  Eins og Stalín sagði „ég mundi leyfa andstæðingum mínum að tala, en það er ekki hægt að ætlast til að þeir megi bara skíta út garðinn minn!“.

  Bestu kveðjur.

 3. Þar sem þú vitnar í Jósef heitinn, Stefán Birgir, þá væri tilvalið að birta frumtextann.

  Þú mátt líka treysta því að málefnalegum athugasemdum verður aldrei eytt. Þegar þú hefur lært muninn á þeim og almennu skítkasti og gífuryrðum máttu sannarlega tjá þig af hjartans lyst og ég mun svara á sömu nótum.

 4. Mikið væri ég til í að Moggablogg og Barnalönd þessa lands hefðu ekki hleypt dónunum í dagsljósið. Manni verður illt af því að vita af því að fólk með svona hugsunarhátt sé til.

 5. Einhverjum verður líka illt af því að vita að fólk með okkar hugsunarhátt sé til.
  Nasistum varð illt af því að vita til þess að sósíalistar og gyðingar væru til. Hnökkum verður illt af að sjá hár annars staðar en fyrir ofan eyru. Margt er mannanna bölið.

 6. Þess ber að geta að umræddur pistill Egils hefur skotið upp kollinum á ný á vefsíðu hans. Sennilega er mamma hans svona hrifinn af viðhorfi hans til þekktra kvenna í samfélaginu, en þær hafa vogað sér að viðra aðrar skoðanir en Agli eru þóknanlegar.

 7. Þetta er áhugaverð umræða, sérstaklega í ljósi þess að ein lítil og einföld athugasemd um það að einhver vísa hjá þér væri góð viðleitni, en samt ekki rétt ort, fékk ekki að fara í gegnum haugsíuna þína.
  Ætli þessi fái þá nokkuð að fara í gegn heldur.
  Takk fyrir mig.

 8. Höskuldur! Ekki slíta sundur samhengið. Athugasemd þín tengdist ekki haugsugu á neinn hátt og óþarfi að hvekkjast þótt ég hafi ekki talið ástæðu til að birta hana.
  Auðvitað eiga vefsíður að hafa opið fyrir athugasemdir því þannig verður umræðan gagnvirk. Á sama hátt er það réttur eiganda hverrar síðu að ráða hvað birtist. Það skerðir ekki málfrelsi þess sem gerir athugasemdina á neinn hátt, því honum er frjálst að tjá sig á Netinu að vild og getur valið sér vettvang því nóg er framboðið.

  Við getum líkt bloggsíðum við hús í götu. Maður getur barið að dyrum, jafnvel skilið eftir skilaboð, komi enginn til dyra, en ekki krafist þess að húsráðendur eigi samskipti við mann. Sá misskilningur er landlægur á Netinu að bloggurum sé skylt að svara öllu sem fyrir þá er lagt og samþykkja hvað sem er.

  Ég hef enga sérstaka þörf fyrir aðhald í leirburði mínum og veit fullvel takmörk mín.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.