Egill og mamma hans

„Það mælti mín móðir
að mér skyldi bloggið…“

Hver þúsöld á mann eins og Egil. Þetta eru hugumstórir menn, þrá frægð og frama, hugsa á einföldum forsendum og leysa vandamál á sinn hátt. Egill Skallagrímsson hefur þegar fengið sína umfjöllun en nafni hans, oft kallaður Gils, er umfjöllunarefnið að þessu sinni. Hann hefur mikla þörf fyrir athygli og vegna umtalaðrar aumingjagæsku minnar ætla ég að veita honum hana.

Egill fjarlægði pistil af heimasíðu sinni af tillitssemi við móður sína og varð það tilefni umfjöllunar dagblaða.Ég geri ráð fyrir að mamma hans hafi nú lesið pistilinn og sé sátt við hann því Egill endurbirti hann í gær en hafði þá tekið út nöfn fjögurra kvenna.
Um þessa ritstjórnarstefnu sagði hann:

„… fréttastofan … er grjóthörð og þekkt fyrir
að segja það sem aðrir hugsa,“
segir hann og áætlar að 99%
bloggara hugsi illa til femínista.
„Það eru allir orðnir dauðleiðir á
ruglinu sem vellur upp úr þessu
liði,“ segir hann og bætir við að
ekkert megi segja lengur.“

Hér er brot úr fyrrnefndum pistli:

„Þegar feministar verða of áberandi í fjölmiðlum hefur ávallt virkað að kalla til ÁK (ekki birt af tillitssemi við viðkomandi -GÁ) til þess að gefa þessum leiðinda rauðsokkum einn granítharðan í háruga bílskúrinn til þess að þagga niður í þeim. Það er almenn vitneskja að þessir feministar væru ekki að haga sér svona ef þær væru að fá hágæðalim heima fyrir. Hinsvegar er þetta ekki öfundsvert verkefni hjá ÁK i því að þessar „dömur“ eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera geðsjúklingar. Rannsóknir hafa sýnt að leið og þessir feministar fá klukkutíma ást frá manni eins og Á eða sambærilegum fola þá hætti þær þessum kjánaskap og fara að haga sér eins og eðlilegar konur.“

Fréttastofan leggur mikla áherslu á að eftirfarandi konur fái mök og það strax: (Hér voru fjórar konur nafngreindar í upphafi en heita nú „prinsessur“….

„Prinsessa“ A.
Prinsessa A fór mikinn í Kastljósinu á dögunum þar sem hún sat á móti Agli Helgasyni og reyndi að rífa kjaft. Aldrei hefur kvenmaður misst jafn mikið magn af saur í Kastljósinu áður. A talaði í hringi og vissi ekki hvort það voru páskar eða jól. Fréttastofan hafði samband við Þórhall Gunnarsson ritstjóra Kastljóss og hafði hann þetta um málið að segja: „Ég vil helst ekki tjá mig um málið en ég get sagt að það er ennþá verið að reyna að þrífa stúdíóið og á mínum 35 ára ferli hef ég aldrei séð annað eins“. „

…..
Þar sem Egill dró móður sína inn í umræðuna er hætt við að fleiri geri það. Ég vona hennar vegna að hún mæti ekki álíka viðhorfum úti í samfélaginu og sonur hennar boðar á sinn smekklega hátt.

2 athugasemdir við “Egill og mamma hans

  1. …þekkt fyrir að segja það sem aðrir hugsa…

    Þetta er á ensku kallað „The Courage of Others’ Convictions“ og er ekki sagt til hróss.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.