Að flá kött í réttu samhengi

Þar sem ég er eigandi sýningarsalar á hjólum sem á nú þegar nokkrar velheppnaðar innsetningar að baki, hef ég mikinn áhuga á listgjörningum og leitast við að vera vel með á nótunum. Gallerí Skott verður með uppákomu á aðventunni og er alltaf á höttunum eftir góðu efni. Nýlokið er innsetningunni: Helunninn skógur, og þótti hún takast með eindæmum vel.

Þess vegna hef ég fylgst vel með tilburðum Þórarins Jónssonar listnema í Kanada sem gengur illa að sannfæra stjórnvöld þar í landi um ágæti listgjörnings síns en hann kom fyrir „ekkisprengju“ á listasafni við lítinn fögnuð prúðbúinna auðmanna sem sátu að kvöldverði skammt þar frá. Lögreglunni var heldur ekki hlátur í huga.
Sjálfur segir Þórarinn að tilgangurinn hafi verið að setja hlut í nýtt samhengi og knýja fólk til að hugsa á annan hátt. Vitnaði hann t.d. í Marcel Duchamp sem sýndi klósett á sínum tíma sem listaverk. En sprengja er víst aðeins öflugri en klósett og þess vegna voru þeir sem listneminn neyddi til þátttöku í gerningnum, ekki hrifnir. Í nafni listarinnar verður þó að gera fleira en gott þykir. Ég hef tekið ákvörðun.

Ég ætla að flá kött.

Sýningartími auglýstur síðar.

4 athugasemdir við “Að flá kött í réttu samhengi

  1. Klósettið er enn til sýnis, í Pompidou-safninu og kemst reglulega í fréttir vegna manns sem reynir ítrekað (og hefur tvisvar tekist) að brjóta það, sannfærður um að Duchamp hafi beðið hann um það að handan. Hvað væri lífið án listarinnar?

  2. Samningaviðræður standa yfir við köttinn sem tekur allt frekar bókstaflega. Mikil eftirvænting ríkir nú í samfélagi listunnenda sem hefur beðið með óþreyju eftir aðventudagskrá Skottsins.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.